fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Smitaði fyrrum eiginkonu sína vísvitandi af COVID-19 – Dæmdur í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 22:25

Hann var sýknaður af ákæru um tvö morð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44 ára karlmaður, frá Fjóni í Danmörku, var nýlega dæmdur í 20 daga fangelsi fyrir að hafa vísvitandi smitað fyrrum eiginkonu sína af COVID-19.

Fyens Stifttidende  skýrir frá þessu. Fram kemur að eftir deilur mannsins og konunnar um hvort dóttir þeirra mætti horfa á jóladagatalið í sjónvarpinu og um sjónvarp dótturinnar hafi hann mætt heim til hennar þann 4. desember síðastliðinn til að sækja sjónvarpið sitt.

Konan neitaði að hleypa honum inn vegna þess hversu æstur hann var. Hún opnaði þvottahúsgluggann og bað hann um að fara í burtu.

Hann var ósáttur við þetta og hóstaði margoft á konuna, á meðan hann stóð nálægt glugganum, og sagðist vona að hún fengi COVID-19. Sjálfur hafði hann greinst með COVID-19 nokkrum dögum áður.

Skömmu eftir þetta greindust konan og dóttir þeirra með COVID-19.

Maðurinn var ákærður fyrir ofbeldi með því að hafa ráðist á líkama konunnar með því að hósta vísvitandi á hana.

Hann var dæmdur í 20 daga fangelsi. Hann unir dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins

Lögreglan beið í þrjá áratugi – Í síðustu viku gerðist það loksins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi

Fór ölvuð á rafskútu og það endaði skelfilega – Gæti fengið 20 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu

Breskur göngumaður fær himinháan reikning eftir að honum var bjargað með þyrlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins