fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Konurnar í fjölskyldunni yfirgefa húsið aðeins sem brúðir eða sem lík

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 22:30

Ævilangt fangelsi var niðurstaðan. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konurnar í fjölskyldunni yfirgefa húsið aðeins sem brúðir eða sem lík. Nokkurn veginn svona voru skilaboðin sem unglingsstúlka fékk frá móður sinni í júlí 2017 eftir að trúlofunarsamkvæmi hafði verið haldið fyrir hana í Pakistan. Móðir hennar og stjúpfaðir reyndu þar að neyða hana til að giftast ættingja sínum.

Þetta er mat ákæruvaldsins en málið er nú fyrir dómi í Glostrup í Danmörku. Móðir stúlkunnar og maður hennar eru ákærð fyrir að hafa svipt stúlkuna frelsi og flutt til Pakistan þar sem þau tóku vegabréf hennar af henni. Móðir hennar og maðurinn eru danskir ríkisborgarar en ættuð frá Pakistan.

Stúlkunni var haldið fanginni á ýmsum stöðum í Pakistan og fékk ekki að fara heim til Danmerkur að því er segir í ákærunni. Þetta stóð yfir í þrjú og hálft ár, eða þar til í október 2020. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.

Fram kemur að í ákærunni komi fram að fyrsta árið hafi stúlkan verið læst inni í herbergjum í hinum ýmsu húsum og hafi ekki haft aðgang að síma eða Internetinu. Hún fékk ekki kennslu og fékk ekki að ganga í skóla.

Móðir hennar, sem er 39 ára, og stjúpfaðir hennar, sem er 49 ára, eru ákærð fyrir frelsissviptingu, tilraun til að neyða hana í hjónaband og misþyrmingar.  Móðirin er einnig ákærð fyrir að hafa sent dóttur sína til útlanda í aðstæður þar sem „heilsu hennar og þroska var stefnt í hættu“.

Parið er einnig ákært fyrir að hafa ítrekað misþyrmt stúlkunni frá 2015 til 2020. Bæði í Kaupmannahöfn og í Pakistan. Í ákærunni segir meðal annars að í mars 2016 hafi móðirin bundið leiðslu um háls stúlkunnar og sagt „að hún hafi fætt hana inn í þennan heim og geti komið henni út úr honum aftur“.

Móðirin og stjúpfaðirinn hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan í júlí á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug