fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Segja að hjarðónæmi náist ekki í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 15:30

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að ekki verði hægt að ná hjarðónæmi gegn kórónuveirunni í landinu. Frá því að heimsfaraldurinn brast á hafa margir beðið eftir því að hjarðónæmi myndi nást til að hægt verði að koma daglegu lífi í eðlilegt horf en nú er ekki annað að sjá en að öll von sé úti um að hjarðónæmi náist.

Tyra Grove Krause, hjá dönsku smitsjúkdómastofnuninni SSI, segir að ekki náist að bólusetja nægilega marga til að hjarðónæmi náist. „Ef bóluefnin virkuðu 100% gegn þeim afbrigðum sem nú herja og við gætum bólusetta alla 12 ára og eldri þá gætum við sagt að við værum með hjarðónæmi gagnvart Deltaafbrigðinu en því miður þá er raunveruleikinn ekki svona, við náum þessu ekki,“ hefur B.T. eftir henni.

Ástæðan fyrir þessu er meðal annars að Deltaafbrigðið herjar á Danmörku og er hið ráðandi afbrigði þessa dagana.

Fyrir nokkrum dögum sagði Viggo Andreasen, lektor í stærðfræði við háskólann í Hróarskeldu, að hjarðónæmi náist ekki gegn Deltaafbrigðinu þótt 85% þjóðarinnar verði bólusett, afbrigðið er einfaldlega of smitandi til þess. Á hinn bóginn getur svo mikil bólusetning komið í veg fyrir stóra faraldra.

72,2% Dana hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni og 57,1% hafa lokið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni