fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Skotárás í Stocksund – Fjórir handteknir og einn alvarlega særður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 07:10

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um skothvelli í Stocksund í Danderyd í Svíþjóð. Skömmu síðar var komið með alvarlega særðan mann á sjúkrahúsið í bænum. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins.

Aftonbladet hefur eftir vitni að það hafi heyrt fimm eða sex skothvelli skömmu fyrir klukkan 22 en fyrsta tilkynning um skothvellina barst lögreglunni klukkan 21.57. Talsmaður lögreglunnar sagði að skömmu síðar hafi verið komið með alvarlega særðan mann á sjúkrahús í bænum.

Aftonbladet segir að maðurinn sé á fertugsaldri og sé alvarlega særður. Það var vinur hans sem ók honum á sjúkrahúsið.

Vitni sáu nokkrum bílum ekið mjög hratt á brott frá staðnum þar sem skotum var hleypt af. Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að maðurinn hafi verið skotinn í bringu og fótlegg og sé alvarlega særður.

Lögreglan fann bíl með sundurskotna framrúðu og á vettvangi fundust ýmis sönnunargögn. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“