fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Pink blandar sér í buxnamál norsku strandhandboltakvennanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. júlí 2021 06:18

Norsku konurnar í umræddum buxum. Skjáskot/NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, sektaði nýlega norska kvennalandsliðið í strandhandbolta um 1.500 evrur fyrir að hafa brotið gegn reglum um klæðnað í leik en norsku konurnar klæddust „of síðum“ buxum í leik á EM. Nú hefur bandaríska söngkonan Pink blandað sér í málið og lýst yfir stuðningi við norska liðið og lofað að greiða sektina.

„Konur eiga að vera í bikiní. Toppurinn á að vera íþróttabrjóstahaldari, sem fellur þétt að líkamanum. Buxurnar mega ekki vera síðari en 10 sm á hliðunum.“ Þetta eru reglurnar um klæðnað kvenna í strandhandbolta og eru norsku konurnar ósáttar við þessar reglur. Þær ákváðu því að senda ákveðin skilaboð til umheimsins og klæddust síðari buxum en heimilt er þegar þær kepptu nýlega.

Það fór illa í EHF sem sektaði liðið um 1.500 evrur.

Málið hefur greinilega ekki farið fram hjá bandarísku söngkonunni Pink sem hefur nú blandað sér í það og lýst sig reiðubúna til að greiða sektina. „Ég er mjög stolt af norska strandhandboltaliðinu sem mótmælir reglum sem mismuna kynjunum hvað varðar keppnisfatnað. Það ætti að sekta Evrópska handknattleikssambandið fyrir kynjamismunun. Vel gert stelpur. Ég er reiðubúin til að greiða sektina ykka,“ skrifaði Ping á Twitter en þar er hún með rúmlega 30 milljónir fylgjenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað