fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Pressan

Nú verður ekki aftur snúið – Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó í sumar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. mars 2021 09:30

Auglýsing fyrir leikana sem fram áttu að fara á síðasta ári. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er margt óljóst í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó í sumar nema hvað nú liggur fyrir að þeir verða haldnir. Þeir áttu að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Enn liggur þó ekki fyrir hvort áhorfendur fái að sækja viðburðina á leikunum.

Alþjóða Ólympíunefndin hefur nú ákveðið að leikarnir fari fram í sumar og verða þeir settir þann 23. júlí.

Þann 25. mars verður Ólympíueldurinn því sendur af stað í hefðbundna ferð sína fyrir setningu leikanna. Að þessu sinni munu 10.000 kyndilberar bera eldinn en hann fer af stað frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í mikilli flóðbylgju fyrir nokkrum árum, og næstu 112 daga fer hann um 859 bæi, borgir og sögulega staði áður en hann verður borinn inn á Ólympíuleikvanginn í Tókýó. Eldurinn kom til Japan 20. mars á síðasta ári eftir að hafa verið tendraður í Grikklandi eins og venjulega. Fjórum dögum síðar var ákveðið að fresta leikunum þar til á þessu ári.

Japanar hafa verið beðnir um að halda sig heima við í ár þegar Ólympíueldurinn fer um heimabyggðir þeirra og sleppa því að safnast saman með fram leið hans. Ef þetta verður ekki virt verður ferðalagið hugsanlega stöðvað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“

Ummæli Trumps um látna leikstjórann vekja mikla hneykslun – „Eyddu þessu, herra forseti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“

Opnar sig og sýnir ör eftir brjóstnám – „Ég deili þessum örum með mörgum konum sem ég elska“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni

Sagðist hafa komið að konunni sinni meðvitundarlausri í baðkari en hafði í rauninni drekkt henni
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill