fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Erfitt starf bíður kviðdómenda í máli George Floyd

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 06:58

Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna réttarhaldanna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn hófust réttarhöld í Minneapolis í Bandaríkjunum gegn lögreglumanninum Derek Chauvin sem er ákærður fyrir að hafa orðið George Floyd, sem var svartur, að bana á síðasta ári. Málið vakti heimsathygli en á upptöku mátti sjá Chauvin, sem er hvítur, þrýsta hné að hálsi Floyd í 8 mínútur og 46 sekúndur. Floyd lést vegna þessa eftir að hafa ítrekað sagt að hann næði ekki andanum.

Í kjölfar málsins brutust víðtæk mótmæli út í Bandaríkjunum og víðar um heim. Málið þótt enn einu sinni sýna að að lögreglan beiti svart fólk óhóflegu ofbeldi. Nýlega gerðu borgaryfirvöld í Minneapolis sátt við fjölskyldu Floyd um bætur vegna dauða hans og fær fjölskyldan 27 milljónir dollara í bætur vegna málsins.

Kviðdómendur eiga erfitt verk fyrir höndum því kastljós fjölmiðla beinast að vonum að réttarhöldunum og þar með kviðdómendunum. Þeir 15 kviðdómendur sem hafa verið útnefndir hafa fullvissað dómarann um að þeir muni ekki láta neitt utanaðkomandi hafa áhrif á störf sín.

Kviðdómurinn á að skera úr um hvort Chauvin hafi gerst sekur um manndráp þegar hann hélt Floyd föstum í götunni með hné á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Dómhúsið er afgirt með tvöfaldri öryggisgirðingu og því fer ekki fram hjá neinum að málið er alvarlegt og að ógn er talin steðja að dómnum. Hermenn og lögreglumenn gæta dómhússins.

Sex hvítar konur eru í kviðdóminum, þrír svartir karlar, þrír hvítir karlar, ein svört kona og tvær konur af blönduðum kynþáttum. Reiknað er með að réttarhöldin standi yfir í um mánuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá