fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 04:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þú liggur í rúminu með einhverjum öðrum og kynlíf er annars vegar ertu ekki aðeins nakin(n) í bókstaflegri merkingu heldur einnig í yfirfærðri því þú hefur afhjúpað þig fyrir viðkomandi og ert því kannski viðkvæm(ur). Þetta getur haft í för með sér að ákveðin óvissa blossi upp eða jafnvel ótti. Þetta getur síðan haft neikvæð áhrif á kynlöngunina og í versta falli frammistöðuna í kynlífinu. En hvað óttast fólk mest í kynlífinu?

Rannsókn sem var gerð á meðal 1.000 karla og kvenna í Bretlandi varpar ljósi á að flestir hafa upplifað kynlífsótta af einu eða öðru tagi. Flestir í tengslum við að prófa eitthvað nýtt, til dæmis nýja stellingu eða kynlífsleikfang. Margir sögðu einnig að þeir glími við áhyggjur og óróleika þegar þá langar að stinga upp á einhverju nýju í kynlífinu.

Algengustu áhyggjurnar voru:

·       Hræðsla við að makinn yrði ekki ánægð(ur)

·       Hræðsla við að vera sjálf(uránægð(ur) með þetta en makinn ekki

·       Að verða vandræðaleg(ur)

·       Hræðsla við að þetta sé sársaukafullt

·       Hræðsla við að þetta uppfylli ekki eigin þarfir

·       Hræðsla við að það sé bara makanum sem líkar þetta

·       Hræðsla við að gera eitthvað rangt

 Hvað varðar kynlífsstellingar voru það þrjár sem fólk sagði vekja sérstakar áhyggjur hjá því. Þetta voru standandi 69, endaþarmsmök og hjólbörurnar.

Almennt séð höfðu konurnar, sem tóku þátt í rannsókninni, meiri áhyggjur af kynlífinu en karlarnir. Þær höfðu einnig miklar áhyggjur af standandi 69 því þar getur konan slasast ef karlinn missir hana. Endaþarmsmök vöktu einnig áhyggjur margra kvenna enda er það endaþarmur þeirra sem kemur þar yfirleitt við sögu en ekki endaþarmur karlanna.

Annað sem vakti áhyggjur þátttakenda var 69 í liggjandi stöðu, kynlíf uppi á borði, öfug kúrekastelpa og að fróa sér fyrir framan makann. Konurnar höfðu sérstaklega áhyggjur af frammistöðu sinni og líkamsmynd í þessu samhengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því