fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Hvarf Madeleine McCann – Fann lögreglan eitthvað í brunni?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. mars 2021 05:09

Madeleine McCann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní á síðasta ári var skýrt frá því að þýska lögreglan telur sig vita hver nam Madeleine McCann á brott frá sumarleyfisíbúð foreldra hennar í Praia da Luz í byrjun maí 2007. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Lögreglan telur að hún hafi verið myrt og segir að sá sem var að verki sé þýski barnaníðingurinn Christian B.

Hann afplánar nú dóm í Þýskalandi fyrir nauðgun á 72 ára gamalli bandarískri konu í Portúgal 2005. Lögreglan hefur sagt að þau sönnunargögn, sem hún hefur í málinu, byggi ekki á því að lík Madeleine hafi fundist. En ekki er annað vitað en lögreglan vinni hörðum höndum að því að afla nægilegra sönnunargagna til að hægt verði að ákæra Christian B. 

Discovery í Danmörku hefur gert heimildamyndaþáttaröð um hvarf Madeleine og heitir hún: „Grunaður: Madeleine McCann-málið“. Í þáttunum er reynt að kortleggja hvaða sönnunargögn lögreglan hefur og að draga upp betri og nákvæmari mynd af Christian B en gert hefur verið í fjölmiðlum til þessa. Í þriðja þættinum kemur fram að portúgalska lögreglan hafi að beiðni þeirrar þýsku leitað í brunni sem hefur ekki verið notaður árum saman.

Auglýst eftir Madeleine í Portúgal skömmu eftir hvarf hennar. Mynd:Getty

Þetta gerðist aðeins mánuði eftir að tilkynnt var að Christian B. væri grunaður í málinu. Mário Lucas, bóndi sem býr nærri brunninum, sá þegar lögreglumenn komu til að rannsaka brunninn og leita í honum. Hann skýrir frá þessu í þættinum.

„Ég get ekki farið út í þetta í smáatriðum. Ég get staðfest að þetta byggir á upplýsingum sem við fengum frá Þýskalandi sem við sendum til portúgölsku lögreglunnar. En ég get ekki sagt meira um hvað býr að baki eða hvað fannst hugsanlega,“ segir Hans Christian Wolters, saksóknari í málinu, í þættinum.

Í þættinum kemur portúgölsk fréttakona einnig fram en hún hefur fylgst með málinu allt frá upphafi þess 2007. Hún segist sannfærð um að lögreglan hafi leitað að líki eða hlutum af líki því kafari hafi verið með í för.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“