fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Ómíkron er stjórnlaust í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 07:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er komið á mikið flug í Danmörku og segir Henrik Ullum, forstjóri dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar (Statens Serum Institut) að afbrigðið sé nú stjórnlaust.

Þetta kom fram á fréttamannafundi heilbrigðisyfirvalda í gær. Sagði Ullum að Ómíkron hafi nú fundist í öllum landshlutum og hlutfall þess af heildarfjölda smita fari vaxandi. Hann sagði að áður hafi afbrigðið aðeins tengst fólki sem kom til landsins en nú sé það farið að dreifast innanlands. Nú smitist rúmlega 90%, þeirra sem smitast af afbrigðinu, innanlands.

Ullum, Søren Brostrøm landlæknir og Annette Lykke Petri, forstjóri eftirlitsstofnunar með heilbrigðiskerfinu, slógu því föstu á fundinum í gær að Ómíkron valdi nú samfélagslegu smiti.

Metfjöldi smita greindist í Danmörku í gær eða 6.324. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, hefur boðað til fréttamannafundar klukkan 20.30 í dag þar sem reikna má með að hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynntar en ríkisstjórnin fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag um hertar aðgerðir. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, mun ekki vera á fundinum en hann greindist með COVID-19 í gær og er í einangrun í Brussel.

Søren Brostrøm sagði í gær að hann leggi til að stjórnvöld líti til þess að loka næturlífinu, það sé kjörvettvangur ofursmitviðburða enda komi margt fólk þar saman í lokuðum rýmum og erfitt sé að halda góðri fjarlægð á milli fólks.

Ekki er vitað hvað ríkisstjórnin mun leggja til en talsmenn atvinnulífsins hafa áhyggjur af að gripið verði til umfangsmikilla lokanna á samfélagsstarfsemi eins og gert var í desember á síðasta ári þegar flestum verslunum var gert að loka og fólk hvatt til að vinna að heiman frá sér ef þess væri nokkur kostur.

Ríkisstjórnin mun væntanlega kynna aðgerðir til að hraða bólusetningu, örvunarskammtinum, en nú þegar hefur verið bætt verulega í og er hægt að bólusetja hálfa milljón manna í viku hverri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru