fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Aldrei of seint á svo sannarlega við um Manfred Steiner

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 18:30

Manfred Steiner. Mynd:Brown háskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldrei of seint að læra eitthvað nýtt og það hefur svo sannarlega sannast í tilfelli Austurríkismannsins Manfred Steiner. Hann lauk nýlega doktorsnámi við Brown háskólann í Bandaríkjunum én Steiner er orðinn 89 ára. Hann getur nú kallað sig doktor í eðlisfræði.

NBC News skýrir frá þessu. Fram kemur að Steiner hóf nám í eðlisfræði þegar hann var sjötugur en fyrir er hann menntaður læknir með blóðsjúkdóma sem sérgrein. Hann er einnig með doktorsgráðu í lífefnafræði. Hann var prófessor við Brown háskóla en lét af störfum árið 2000.

„Ég gat ekki séð fyrir mér að eyða lífinu í að spila golf öllum stundum. Ég vildi gera eitthvað sem héldi huganum virkum. En þetta snýst um, óháð hvað þú vilt, að láta drauminn rætast ef þú átt þér draum,“ er haft eftir Steiner í fréttatilkynningu frá Brown háskóla.

Þrátt fyrir að vera menntaður læknir þá dreymdi Steiner alltaf um að leggja stund á eðlisfræði og þann draum lét hann rætast.

Hann ólst upp í Vínarborg í Austurríki. Hann heillaðist af eðlisfræði þegar hann var á unglingsaldri en móðir hans og frændi töldu hann á að leggja læknisfræði fyrir sig. Hann útskrifaðist sem læknir frá háskólanum í Vínarborg 1955 og flutti fljótlega eftir það til Massachusetts þar sem hann stundaði framhaldsnám við Tuft háskóla og Massachusetts Institute of Technology. Hann varð prófessor yfirmaður blóðlækningadeildar Brown háskóla 1984 og gegndi því embætti til 1994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði