fbpx
Þriðjudagur 27.september 2022
Pressan

Hann er vinur Trump og höfundur viðbjóðslegra samsæriskenninga – Nú þrengir að honum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 07:08

Alex Jones er umdeildur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Donald Trump sigraði í forsetakosningunum 2016 átti Alex Jones sinn þátt í að tryggja honum sigur. Þá var ekki að sjá að nokkuð gæti stöðvað Jones sem er þekktur öfgahægrimaður og samsæriskenningasmiður. En nú þrengist hringurinn um hann og hann á í miklum erfiðleikum.

Það hefur verið sagt að hann sé höfundur viðbjóðslegra samsæriskenninga, sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, og að þær gætu ekki verið verri. En honum stóð á sama um þetta og hélt uppteknum hætti. En nú er hann undir miklum þrýstingi vegna málshöfðana og eina vörn hans í þeim málum hefur verið að halda því fram að hann hafi verið í „einhverskonar geðrofi“ sem hafi orðið til þess að hann trúði hlutum sem ekki voru réttir.

Dómari í Cennecticut dæmdi hann nýlega til að greiða miskabætur fyrir það sem má líklega segja að sé illkvittnasta og viðbjóðslegasta samsæriskenning Jones í gegnum tíðina og er þó af nægu að taka. Hún snerist um að fjöldamorðin í Sandy Hook grunnskólanum hefðu ekki átt sér stað, að allt hefði þetta verið sviðsett af ríkisstjórninni til að hún gæti nýtt sér málið til að „afvopna“ Bandaríkjamenn.

Hver er Alex Jones?

Hann er 47 ára útvarpsmaður og það má segja að hann sé öfgahægrimaður. Hann hefur verið mjög áberandi í samfélagi öfgasinna í Bandaríkjunum sem efldist og styrktist eftir að Trump var kjörinn forseti. Þá hafði Jones árum saman sett brjálæðislegar samsæriskenningar fram á Infowars sem er fjölmiðill í hans eigu. Þær náðu yfir allt frá einræðum um múslima til ummæla um svart fólk. 2018 fengu Facebook, Apple, YouTube, Spotify og Twitter nóg af honum og fjarlægðu allt efni hans af miðlum sínum.

En hlustendur hans voru sáttir við það sem hann sagði og gerði og ekki leið á löngu þar til þeir voru orðnir um tvær milljónir. Einn þeirra var Donald Trump sem sá tækifæri til að ná til fleiri og mætti því í viðtal hjá Jones 2015. Eftir það þróaðist vinskapur þeirra.

Báðir dreifðu þeir samsæriskenningunni um að Barack Obama, þáverandi forseti, væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og því ekki gjaldgengur sem forseti. Jones sagði hlustendum sínum einnig að Michelle Obama væri transkona.

Alex Jones. Skjáskot:YouTube

 

 

 

 

 

 

Hann hélt því einnig fram að lendingin á tunglinu 1969 hefði verið Hollywoodsviðsetning, að hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 2001 hefðu verið skipulagðar af ríkisstjórninni og að hún notaði froska til að prófa lyf sem gæti gert fólk samkynhneigt. En aðalsamsæriskenningin og um leið sú óhugnanlegasta og viðbjóðslegasta var að fjöldamorðið í Sandy Hook grunnskólanum í desember 2012 hefði aldrei átt sér stað en þetta er ein versta skotárásin i bandarískum skólum frá upphafi. Það er þessi samsæriskenning sem kemur nú í bakið á Jones.

Sandy Hook grunnskólinn. Mynd:Voice of America

Adam Lanza, skaut 20 sex og sjö ára börn til bana í skólanum og sex fullorðna að auki. Árum saman hélt Jones því fram að Barack Obama og stjórn hans hefðu sett þetta á svið til að grafa undan stjórnarskrárvörðum rétti Bandaríkjamanna til að bera vopn. Hann sagði að foreldrarnir væru „leikarar“ og að allt hefði þetta verið sett á svið.

Jones hefur hagnast vel á samsæriskenningum sínum, ekki síst með því að selja varning sem tengist Infowars. Talið er að auður hans nemi nú um fimm milljónum dollara.

Málssóknir

Að lokum fengu foreldrar fórnarlambanna í Sandy Hook nóg en þeir höfðu orðið fyrir miklu áreiti í kjölfar lyga Jones og aðdáendur hans sögðu þá vera „svikahrappa“.

Í haust tapaði hann tveimur málum fyrir dómi, í báðum tilfellum var hann sakfelldur yfrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum dómstólanna um að leggja fram ákveðnar upplýsingar sem gætu stutt samsæriskenningar hans. Annar dómarinn skrifaði í dómsniðurstöðunni að hegðun Jones væri „afleiðing greinilegrar illkvittni“.

Í byrjun næsta árs verður réttarhöldum í báðum málunum haldið áfram en þá verður tekin afstaða til hversu mikið Jones á að greiða aðstandendum barnanna í bætur fyrir meiðyrði.

Eina vörn Jones í málunum var að hann hefði þjáðst af andlegum veikindum og hefði ekki vitað hvað hann var að segja. En skömmu eftir að dómur var kveðinn upp í síðara málinu ræddi Jones um það í þætti sínum og gagnrýndi málsmeðferðina og sagði að hann fengi ekki að hafa kviðdóm í málum sínum því dómararnir viti að það sem hann er sagður hafa sagt hafi hann ekki sagt!

Niðurstöður málanna hafa því ekki dregið kraft úr honum þrátt fyrir að þær komi við hann á versta hugsanlega staðnum, veskinu hans en hann er að sögn mikill peningamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum

Mikil aukning á fjölda bóka sem eru bannaðar í bandarískum skólum
Pressan
Í gær

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi

Stór morgunmatur og lítill kvöldmatur geta stuðlað að þyngdartapi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya

Indversk stjórnvöld sökuð um að láta Kínverjum eftir land í Himalaya
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir

Áhrifa reykinga getur gætt í tvær kynslóðir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður

Tvær sprengingar í Svíþjóð – Einn alvarlega slasaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra

Fundu tvö lík heima hjá fyrrum borgarstjóra