fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Vissi það ekki sjálf – Var dáin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 06:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega veit maður ekki af því þegar maður er dáinn, þá hlýtur öllu eiginlega að vera lokið. En það er kannski erfitt að segja til um það með vissu því við höfum ekki áreiðanlegar upplýsingar um hvort eitthvað taki við eftir dauðann. En Solvor Irene Lindseth, sem býr í Noregi, fékk smá smjörþef af „andláti“ sínu nýlega en hún var bara alls ekki meðvituð um að hún væri dáin.

Hún lenti skyndilega í því að mörg af greiðsluöppunum í síma hennar virkuðu ekki lengur og hún gat til dæmis ekki keypt sér lottómiða. Hún var mjög undrandi á þessu því hún vissi að hún átti nóg af peningum á reikningnum sínum til að borga fyrir lottómiðann. Hún ákvað því að kanna málið betur.

En hún átti enga von á svarinu sem hún fékk. Það var nefnilega búið að skrá hana látna hjá norsku þjóðskránni. VG skýrir frá þessu.

„Ég var skráð látin á fimmtudegi og á lífi á föstudegi. Svo ég var „dáin“ í 24 klukkustundir,“ sagði hún í samtali við VG.

Það var Sankt Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi sem hafði skráð Solvor látna þrátt fyrir að þessi 65 ára kona væri sprelllifandi. Eftir að VG hafði sett sig í samband við sjúkrahúsið höfðu forsvarsmenn þess samband við Solvor og báðust afsökunar á þessum mistökum.

Hún hafði legið á sjúkrahúsinu í eina viku en eins og hún benti á í samtali við VG þá voru veikindin ekki það alvarleg að þau hafi orðið henni að bana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol