fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Fresta birtingu Kennedyskjala

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. nóvember 2021 23:00

John F. Kennedy Bandaríkjaforseti 1961-1963.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningasmiðir og aðrir verða að bíða lengur eftir að bandarísk stjórnvöld opinberi skjöl um morðið á John F. Kennedy eftir að Joe Biden, forseti, tók þá ákvörðun að fresta birtingu þeirra.

Morðið er líklega ein stærsta morðgáta síðustu aldar og margir hafa mikinn áhuga á málinu. Til stóð að birta mörg þúsund skjöl um málið en það dregst á langinn. Biden segir frestunina til komna vegan tafa hjá bandaríska þjóðskjalasafninu sem á að fara yfir skjölin áður en þau verða gerð opinber.

Í tilkynningu frá Biden kemur fram að hann geti ekki leyft birtingu skjalanna núna því það geti skaðað her landsins og leyniþjónustustarfsemi og tengsl Bandaríkjanna við önnur ríki. Þetta sé svo mikilvægt að það upphefji rétt almennings til að sjá skjölin.

Kennedy var skotinn til bana í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963. Allt frá þeim tíma hefur morðið verið tilefni ótal samsæriskenninga, margar bækur hafa verið skrifaðar um það og kvikmyndir gerðar. En margir eru sannfærðir um að sannleikurinn hafi aldrei komið í ljós og efast um hina opinberu skýringu að það Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki. Hann var skotinn til bana af Jack Ruby, næturklúbbeiganda, skömmu eftir að hann var handtekinn vegna morðsins á Kennedy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga