fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Pressan

Hræðilegir valkostir – Varð að velja á milli barnsins og fótleggsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 05:50

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að þurfa að velja á milli þess að barn lifi eða að missa fótlegg er eiginlega eins og atriði úr hryllingsmynd þar sem er látið reyna á samvisku aðalpersónunnar. En fyrir Becky Turner, sem er 32 ára og frá Wales, var þetta blákaldur raunveruleiki.

Þegar hún var gengin 18 vikur með barn sitt fékk hún alvarlega sýkingu í annan fótlegginn. Hún gat ekki farið í lyfjameðferð út af þessu þar sem hún var barnshafandi og sýkingin breiddist því út og náði inn að beinum. Þá fékk hún þau hræðilegu skilaboð frá læknum að hún yrði að velja á milli barnsins og fótleggsins. Engir aðrir valkostir voru í stöðunni. Walesonline skýrir frá þessu.

Eins og gefur að skilja var valið ekki erfitt fyrir Becky, fótleggurinn fékk að fjúka. En hún dregur ekki dul á að þetta hafi verið erfiður tími. Erfitt sé að sætta sig við að missa fót og geta þannig ekki gert það sama og áður.

„Um hríð var ég mjög niðurdregin. Mér fannst ég ekki vera almennileg móðir. Ég var föst í hjólastólnum og gat ekki gert það sem nýbökuð móðir á að geta gert,“ sagði hún.

Fimm mánuðum eftir að fótleggurinn var tekinn af henni fékk hún góðan gervifót og gat þá í fyrsta sinn farið með dóttur sína, Caitlyn, í göngutúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings