fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þriðja bylgja heimsfaraldursins er skollin á Frakklandi – „Ég held að ekkert geti stöðvað þetta“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 07:50

Frakkar glíma við þriðju bylgju heimsfaraldursins. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smitum af völdum kórónuveirunnar fer nú fjölgandi víða um Evrópu, þar á meðal í Frakklandi. Þar standa yfirvöld nú frammi fyrir erfiðum ákvörðunum en ástandið er svo slæmt að óttast er að heilbrigðiskerfið ráði ekki við álagið og hrynji.

Á laugardaginn voru 4.791 COVID-19-sjúklingar á gjörgæsludeildum landsins og hafa ekki verið fleiri á þessu ári og eru aðeins nokkur hundruð færri en þegar hámarkið náðist í annarri bylgju faraldursins í nóvember. Smitum hefur fjölgað mikið síðustu vikur og því hafa margir áhyggjur af þróun mála á næstu vikum, ekki síst í París.

Í grein sem 41 yfirmaður í heilbrigðiskerfinu skrifaði um helgina í Le Journal du Dimanche vara þeir við að heilbrigðiskerfið geti sprungið á næstu tveimur vikum vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar. „Í þessum hörmulegu aðstæðum þar sem verður skýr munur á þörfinni og getunni munum við neyðast til að velja á milli sjúklinga til að geta bjargað eins mörgum mannslífum og hægt er,“ skrifa þeir meðal annars.

Emmanuel Macron, forseti, sagði í gær í samtali við Le Journal du Dimanche að ekkert hafi verið ákveðið varðandi það hvort sóttvarnaaðgerðir verði hertar.

Margir sérfræðingar í heilbrigðismálum telja að kominn sé tími til að taka fast í handbremsuna og grípa til enn harðari sóttvarnaaðgerða. Caroline Tesse, gjörgæslulæknir í Cambrai, sagði í samtali við Reuters að hún telji að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að gjörgæsludeild sjúkrahússins í bænum yfirfyllist. Þar hefur ungum sjúklingum fjölgað mikið og eru þeir margir hverjir mjög veikir. „Ég held að ekkert geti stöðvað þetta. Það er of seint. Við getum ekki einu sinni spáð fyrir um hversu lengi þessi bylgja mun vara,“ sagði hún.

Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún muni teygja sig langt til að forðast þriðju allsherjarlokun samfélagsins. Á fréttamannafundi fyrir helgi varði Macron þessa ákvörðun þrátt fyrir að sérfræðingar hafi strax í janúar sagt að herða þyrfti aðgerðir til að forðast þriðju bylgjuna.

En vaxandi þrýstingur er á ríkisstjórnina um að herða aðgerðirnar, sérstaklega þar sem smitum meðal barna og ungmenna fer fjölgandi. Kennarar og annað starfsfólk skóla vill hertar aðgerðir og á föstudaginn lét Jean-Michel Blanquer, menntamálaráðherra, undan þessum kröfum og tilkynnti að nú verði heilu bekkirnir sendir heim ef einn nemandi greinist með veiruna. Áður þurftu þrír að greinast til að bekkurinn væri sendur heim.

Um 67 milljónir búa í Frakklandi og á síðustu dögum hafa dagleg smit verið á milli 41.000 og 45.000. hlutfall jákvæðra sýna hefur verið um 8%. Þumalputtaregla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO er að ef hlutfall jákvæðra sýna er yfir 5% sé það of hátt og þýði að smit sé mjög útbreitt í samfélaginu og að mikill fjöldi smitaðra fari ekki í sýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug