fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Framlengja útgöngubann í Miami Beach – Rúmlega 1.000 handteknir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 05:17

Það gengur ýmislegt á. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Miami Beach í Flórída hafa framlengt útgöngubann, sem hefur verið í gildi, um eina viku og áskilja sér rétt til að framlengja það enn frekar. Það gildir frá 20.00 fram á morgun. Lögreglan hefur að undanförnu handtekið rúmlega 1.000 manns.

Ástæðan fyrir þessu öllu saman er hið svokallaða „spring break“ en það hefur í för með sér að mörg þúsund manns, aðallega ungt fólk, hópast á svæðið til að skemmta sér. Göturnar hafa verið fullar af þessum ferðamönnum, sem margir hverjir eru undir áhrifum margvíslegra vímuefna, að undanförnu með tilheyrandi hávaða og látum. Að auki hafa margir áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar því fólk er lítið að spá í sóttvarnir.

Ástandið var mjög slæmt á laugardagskvöldið og endaði með að lögreglan beitti táragasi til að stöðva samkomuhaldið á götum úti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum