fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Færeyingar ósáttir við fimm unga Dani – „Þetta er virðingarleysi“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 06:46

Þórshöfn í Færeyjum. Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn fóru fimm ungir Danir til Þórshafnar í Færeyjum. Þeir fóru beint út að skemmta sér eftir að þeir komu til bæjarins og fylgdu þar með ekki ráðleggingum yfirvalda um að vera í sóttkví í sex daga eftir komuna til eyjanna.

„Það voru nokkur drukkin ungmenni í bænum, sem höfðu samkvæmt okkar upplýsingum komið til landsins á föstudaginn og farið nánast beint í bæinn og höfðu þar með ekki virt ráðleggingar yfirvalda. Við komumst að þessu þegar við fengum tilkynningu um að einn af þessum ungu mönnum lægi dauðadrukkinn á götu úti. Við urðum að aka honum á hótelið,“ hefur Jótlandspósturinn eftir Michael Boolsen, lögreglustjóra.

Í Færeyjum er gerð krafa um að fólk fari í sýnatöku, vegna kórónuveirunnar, þegar það kemur til eyjanna og að það sé í sóttkví þar til niðurstaðan liggur fyrir. Síðan er fólk beðið um að halda sig út af fyrir sig þar til það fer í nýja sýnatöku á sjötta degi eftir komuna til landsins. Er niðurstaðan úr henni er neikvæð má fólk ljúka sóttkví.

Þar sem aðeins er um ráðleggingar og beiðni til fólks að ræða gat lögreglan ekki aðhafst neitt frekar í máli ungu mannanna því þeir höfðu ekki brotið nein lög.

Á föstudaginn náðu Færeyingar þeim góða áfanga að ekkert virkt smit var á eyjunum. Þar eru engar sóttvarnaaðgerðir í gangi eins og stendur og veitingastaðir og barir mega því hafa opið.

Þrátt fyrir að ungu mennirnir hafi ekki brotið nein lög var Boolsen ekki sáttur við framferði þeirra. „Það er eitthvað mikið að þegar maður hegðar sér svona. Þessar ráðleggingar eru til að vernda samfélagið sem heild og þegar nokkrir einstaklingar haga sér svona þá stefna þeir öllu samfélaginu í smithættu,“ hefur Jótlandspósturinn eftir honum.

Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, var heldur ekki sáttur við Danina fimm. „Við höfum byggt kórónuveiruaðgerðir okkar á trausti og ráðleggingum og það hefur átt sinn þátt í að á föstudaginn komumst við niður í ekkert virkt smit. Þess vegna er það virðingarleysi að einhver komi og nýti sér þessa góðu stöðu sem við höfum hér í Færeyjum,“ sagði hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 1 viku

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir