fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Mafíuleiðtogi brjálaðist í fangaklefanum – Beit fingur af fangaverði og borðaði hann

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. september 2020 21:30

Guiseppe Fanara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalski mafíuleiðtoginn Guiseppe Fanara, sem er sextugur, afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm í Rebibbia-fangelsinu í Róm. Þar hefur hann setið í níu ár. Hann afplánar samkvæmt sérstöku ákvæði um afplánun refsinga. Þetta ákvæði sviptir hann þeim réttindum sem fangar njóta venjulega og hann er í einangrun.

Ákvæðinu er aðallega beitt í alvarlegum málum tengdum mafíunni en einnig í málum afbrotamanna sem teljast mjög hættulegir og verða að vera í einangrun til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram að stýra brotastarfsemi úr fangelsinu.

Í júní brjálaðist Fanara, þegar fangaverðir komu til að skoða klefa hans, og réðst á sjö þeirra að sögn ítalska dagblaðsins Il Messager. Hann er sagður hafa bitið fingur af einum þeirra og fannst fingurinn ekki. Er því gengið út frá því að hann hafi borðað fingurinn. Um var að ræða litla fingur hægri handar.

Í kjölfarið var Fanara fluttur í öryggisfangelsið Sassari á Sardiníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar