fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Bareigandi grípur til nýstárlegra aðferða til að fá fólk til að fara eftir kórónuveirureglum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 21:30

Star Inn. Mynd:Row17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur bareigandi er orðinn þreyttur á ölvuðum gestum sem fara ekki eftir leiðbeiningum yfirvalda varðandi kórónuveiruna, það er að gæta að fjarlægð á milli fólks og fleira. Bareigandinn, sem heitir Jonny McFadden, hefur því gripið til þess ráð að setja upp girðingu í kringum barborðið þar sem gestir kaupa áfengi.

BBC skýrir frá þessu. Á heimasíðu miðilsins er hægt að sjá myndir af ráðstöfunum McFadden.

En þar með er hugmyndaauðgi hans ekki lokið því hann hefur einnig sett upp skilti þar sem stendur að um rafmagnsgirðingu sé að ræða og því þurfi gestirnir að gæta sín.

BBC hefur eftir honum að viðskiptavinirnir breyti um hegðun þegar þeir verða ölvaðir. Þá eigi þeir erfitt með að halda lágmarksfjarlægð sín á milli og er hann orðinn þreyttur á því enda mikilvægt að fólk gæti að fjarlægðarmörkunum nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Þegar hann var spurður hvort það væri rafmagn í girðingunni var svarið:

„Komdu og kannaðu það. Þetta er ótti og það virkar. Fólk sér að það er girðing. Viðskiptavinirnir vilja ekki snerta hana til að komast að hvort það er straumur á.“

Fyrir áhugasama má geta þess að bar hans heitir Star Inn og er í St Just í Cornwall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug