fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fjöldi innlagna vegna COVID-19 í Houston hefur þrefaldast á innan við mánuði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir starfsmenn kosningabaráttu Trump, til viðbótar við þá sex sem greindust fyrir helgi, hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Starfsmennirnir voru viðstaddir kosningafundinn í Tulsa um síðastliðna helgi, en sagt er að þeir hafi verið með andlitsgrímur allan tímann.

Boltinn rúllar

Á meðan unnið er að því að koma efnahagslífinu í gang aftur, eftir lokanir vegna COVID-19, í Bandaríkjunum, fjölgar smitum mikið í mörgum af fylkjunum. Fylkin Flórída, Arizona, Alabama, Louisiana, Texas og Suður-Karólína hafa orðið harðast úti.

Á mánudag var tala smitaðra í Flórída komin yfir 100.000, en síðastliðinn mánuð hefur samfélagið verið opnað aftur. Í Houston í Texas hafa innlagnir vegna COVID-19 þrefaldast síðan 25. maí. Samtals liggja nú rúmlega 1.400 sjúklingar með COVID-19 á átta sjúkrahúsum í borginni og óttast er að innan þriggja vikna verði sjúkrahúsin yfirfull.

Landsfundur

Landsfundur repúblikanaflokksins verður haldinn í Flórída seinna í sumar. Donald Trump flutti fundinn frá Jacksonville til Charlotte, eftir að ríkisstjóri Norður Karólínu krafðist áætlunar um það hvernig hefta ætti útbreiðslu kórónuveirunnar á fundinum, en gert er ráð fyrir að þúsundir flokksmanna komi saman.

Samkvæmt Johns Hopkins eru ný tilfelli af kórónuveirusmitum nú um 26.000 á dag í Bandaríkjunum, sem er aukning frá um 21.000 tilfellum á dag fyrir tveimur vikum síðan. Alls hafa yfir 2,2 milljónir smita greinst í Bandaríkjunum og 122.000 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði