fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Bréfdúfa seld fyrir 260 milljónir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 07:50

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur greinilega verið arðbært að stunda bréfdúfnarækt ef vel gengur. Að minnsta kosti hefur Belginn Kurt Van de Wouwer gert það gott en í gær seldist bréfdúfa hans, New Kim, fyrir sem svarar til um 260 milljóna íslenskra króna á uppboði.

BBC skýrir frá þessu. New Kim er kvenfugl og var upphafsboðið sem svarar til 31.000 íslenskra króna. En þá hófst barátta tveggja Kínverja um New Kim. Kurt Van de Wouwer sagði Reuters að fjölskyldan hafi fengið „áfall“ þegar hún fékk fréttina um söluverðið.

Það kemur einnig að sögn á óvart að nú sé það kvenfugl sem á metið sem dýrasta bréfdúfa sögunnar. „Þetta metverð er óskiljanlegt því þetta er kvendýr. Venjulega eru það karldýrin sem eru meira virði því þau geta framleitt fleiri unga,“ sagði Nikolaas Gyselbrech hjá uppboðshúsinu Pipa sem sérhæfir sig í uppboðum á dúfum.

Fyrra metið átti dúfan Armando sem var seld fyrir sem svarar til um 195 milljóna íslenskra króna á síðasta ári. Armando er nú farinn á eftirlaun.

Reiknað er með að New Kim verði notuð til undaneldis á fleiri eldfljótum bréfdúfum í Kína. Bréfdúfur eru mjög vinsælar meðal efnaðra Kínverja sem hika greinilega ekki við að greiða háar fjárhæðir fyrir góðar dúfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Í gær

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda

Örlimur Epstein var með sítrónulagi að sögn þolanda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi