fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Kanadamenn ætla að banna notkun einnota plasts

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 15:15

Plast er mikið vandamál í náttúrunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadísk stjórnvöld hyggjast banna alla notkun einnota plasts fyrir lok næsta árs. Þetta á til dæmis við um poka, sogrör, plast sem heldur bjórdósum saman í kippu og hnífapör. Einnig verður bannað að selja matarílát úr plasti sem er erfitt að endurvinna. Þetta er liður í áætlun um að ekkert plastrusl falli til í landinu en því markmiði á að vera náð í síðasta lagi 2030.

CNN skýrir frá þessu. Haft er eftir Jonathan Wilkinson, umhverfisráðherra, að plastmengun ógni náttúrunni. Það fylli ár og vötn og höfin og drepi dýrin sem þar búa.

Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti áætlunina um plastlaust Kanada 2030 á síðasta ári. Þá sagði hann að þetta væri „vandamál sem við höfum ekki efni á að hunsa“.

Wilkinson sagði að einnota plast væri þannig úr garði gert að það skaði umhverfið, það sé dýrt eða erfitt að endurvinna það og til séu aðrir valkostir. Af þeim sökum verði það bannað.

Stjórnvöld segja að Kanadamenn hendi rúmlega 3 milljónum tonna af plasti árlega. Aðeins 9% af því fer til endurvinnslu. Restin fer í landfyllingar eða út í umhverfið að sögn Wilkinson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum