fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Sólþyrstir Danir flykkjast til sólarlanda í miðjum heimsfaraldri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 20:05

Sól og strandlíf kallar á sólarvörn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar heldur ekki aftur af mörg þúsund sólþyrstum Dönum sem hafa keypt sér sólarlandaferðir í næstu viku. Þá er hefðbundið haustfrí í skólum landsins og margir hafa fyrir venju að fara á hlýrri slóðir. Þeir virðast ekki ætla að láta heimsfaraldurinn stöðva sig að þessu sinni.

Hjá TUI og Spies ferðaskrifstofunum, sem eru tvær stærstu ferðaskrifstofur landsins, er nú uppselt í allar ferðir í næstu viku. Ekstra Bladet hefur eftir talsmanni TUI að vel hefði verið hægt að selja í fleiri ferðir ef mögulegt hefði verið að bæta við ferðum, svo mikil hafi eftirspurnin verið.

Spies er með ferðir til Grikklands og Kýpur í næstu viku eins og TUI. TUI bætti raunar þremur ferðum við í byrjun september þegar ljóst var að mikil eftirspurn yrði eftir ferðunum. Spies bætti einnig við ferðum og var ekki vandamál að selja þær.

Hjá Apollo var svipaða sögu að segja í gær, 100 sæti voru enn laus til Grikklands en reiknað var með að þau myndu seljast upp yfir daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro