fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Einstök uppgötvun á Isle of Wight

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 23:15

Síðustu sekúndur risaeðlunnar. Mynd: Trudie Wilson/University of Southampton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar hafa gert einstaka uppgötvun á bresku eyjunni Isle of Wight. Þar fundu áhugamenn um fornleifafræði fjögur bein úr áður óþekktri risaeðlutegund á síðasta ári. Hún heitir Vectaerovenator inopinatus og er af ætt Tyrannosaurus rex. Beinunum var komið til fornleifafræðinga við University of Southampton.

Nafnið á nýju tegundinni er dregið af loftgötum sem fornleifafræðingarnir fundu í beinunum en þau eru úr hnakka, baki og hala. Þessi loftgöt, sem eru einnig á fuglum nútímans, virka sem framlenging af lungunum og eru hluti að góðu öndunarkerfi. En götin gerðu dýrin einnig léttari og því hafa bein risaeðlunnar verið viðkvæm.

Það var Robin Ward, áhugamaður um fornleifafræði, sem fann fyrstu beinin þegar hann var með fjölskyldu sinni á ferð um Isle of WightBBC hefur eftir honum að það hafi verið mjög ánægjulegt að finna beinin. Tveir aðrir áhugamenn um fornleifafræði fundu síðan sitthvort beinið.

Chris Barker, sem stýrði rannsókn á beinunum, segir að um sjaldgæfa uppgötvun sé að ræða. Það sé ekki oft sem risaeðlubein frá miðjum krítartímanum finnast í Evrópu. Talið er að dýrið, sem beinin eru úr, hafi lifað rétt norðan við staðinn þar sem beinin fundust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá