fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Læknar gerðu hræðilega uppgötvun í heila COVID-19 sjúklings

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 07:01

Mynd af heila konunnar. Mynd:U.S National Library of Medicine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að 58 ára bandarísk kona, sem smitaðist af COVID-19, hafi verið fyrsta manneskjan til að fá sjaldgæfa tegund bráðaheilahimnubólgu af völdum veirunnar. Bráðaheilahimnubólga kemur oftast upp í kjölfar veirusýkingar eða vandamála í kjölfar sýkingar.

U.S. National Library of Medicine skýrir frá þessu og hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart COVID-19 smituðum einstaklingum með „breytt meðvitundarstig“.

Í fréttatilkynningu, sem var birt á heimasíðu Henry Ford Health System, er haft eftir Elissa Fory, taugalækni, að það sé mjög mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vera meðvitað um þetta og athuga hvort meðvitundarstig sjúklinga breytist.

Konan hafði að sögn verið með hósta í þrjá daga og hafði verið með hita og það sem læknar lýsa sem „breytt meðvitundarstig“ þegar hún leitaði til læknis. Hún var mjög ringluð og átti erfitt með að átta sig á hlutum.

Mynd af heila konunnar. Mynd:U.S National Library of Medicine

Dæmigerð einkenni bráðaheilahimnubólgu eru höfuðverkur, pirringur, vanlíðan, skert andleg starfsemi, ljósfælni, minnisvandamál, persónuleikabreytingar, einbeitingarskortur og/eða krampar.

Konan var flutt á sjúkrahús 19. mars þar sem myndir voru teknar af heila hennar. þá kom í ljós að heilinn hafði orðið fyrir tjóni og blætt hafði inn á svæði sem tengjast hugrænni starfsemi og minni.

Ástand konunnar er mjög alvarlegt og liggur hún enn á sjúkrahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca