fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Elsti maður heims veitir ráð um hvernig á að lifa lengi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 20:00

Þessi náði háum aldri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn komst Chitetsu Watanabe í Heimsmetabók Guinness en þá náði hann þeim merka áfanga að verða elsti núlifandi maður heims en þá var hann 112 ára og 344 daga gamall.

Hann býr á dvalarheimili aldraðra í Niigata og þangað mættu fulltrúar Heimsmetabókarinnar og afhentu honum viðurkenningarskjal til staðfestingar á því að hann sé elsti núlifandi karlmaðurinn í heiminum.

Hann fæddist 5. mars 1907 í Niigata í Japan, elstur átta systkina. Hann lærði búfræði og flutti síðan til Taívan þar sem hann vann á sykurplantekru. Þar kynntist hann eiginkonu sinni og eignuðust þau fimm börn.

Hann gegndi herþjónustu í japanska hernum í síðari heimsstyrjöldinni. Að stríði loknu flutti hann til Niigata og starfaði á skrifstofu þar til hann fór á eftirlaun. Hann sat þó ekki auðum höndum eftir það því hann starfaði á eigin bóndabýli og ræktaði allt frá kartöflum til jarðarberja þar til hann varð 104 ára.

Á síðasta ári ræddi hann við blaðamann og sagði þá að besta ráðið til að lifa lengi væri að brosa og vera glaður. Það hefur að minnsta kosti gagnast honum vel.

Hann á þó enn nokkuð í land með að slá heimsmetið sem elsti maður sögunnar. Það á samlandi hans Jiroemon Kimura sem varð 116 ára og 54 daga en hann lést 2013.

Kane Tanaka, sem er einnig frá Japan, er elsta lifandi manneskjan í dag en hún hélt upp á 117 ára afmælið sitt í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum