fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Yfirlæknir varar við – Þið megið ekki vera í sama rými og þeir sem reykja rafrettur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 06:00

Mynd: www.ecigclick.co.uk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn og ungt fólk með astma og léleg lungu ætti ekki að vera í sama herbergi og þeir sem reykja rafrettur. Þetta segir Charlotta Pisinger, prófessor og yfirlæknir í tóbaksforvörnum á Bispebjerg og Frederiksberg sjúkrahúsunum í Danmörku.

Þessi orð lét hún falla í framhaldi af birtinu niðurstaðna nýrrar bandarískrar rannsóknar sem sýnir að það getur verið slæmt fyrir heilsun að anda að sér reyk úr rafrettum. Þannig er gufan frá rafrettun heilsuspillandi eins og reykur frá sígarettum.

Í læknaritinu Propatienter segir Pisinger að hún telji mikilvægt að fræða fólk um að ef það er með astma eða léleg lungu eigi það ekki að vera í rýmum þar sem rafrettur eru reyktar, það sama gildi um þetta og dvöl í herbergjum þar sem venjulegar sígarettur eru reyktar.

„Lungun hafa einfaldlega ekki gott af gufunni frá rafrettunum.“

Rannsóknin, sem var kveikjan að þessum orðum Pisinger, var nýlega birt í vísindaritinu Chest Journal. Hún beindist að börnum og ungmennum sem þjást af astma.

Pisinger segir að niðurstöðurnar sýni að ef líkurnar á astmakasti aukist um 27 prósent ef manneskja með astma sé í herbergi eða bíl með einhverjum sem reykir rafrettu. Börn og ungmenni eru í sérstökum áhættuhóp því öndunarfæri þeirra eru viðkvæm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart