fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Ætla að grafa lík þekkts glæpamanns upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa fallist á beiðni ættingja glæpamannsins John Dillinger um að fá að opna gröf hans. Ættingjarnir telja að það sé ekki lík Dillinger sem er í gröfinni, sem er í Crown Hill kirkjugarðinum í Indianapolis, sem er frá 1934. Þá höfðu bandarískir alríkislögreglumenn skotið hann til bana.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að fjölskyldan hafi þrýst á að fá að opna gröfina til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort það sé lík Dillinger sem er í henni eður ei.

Dillinger var á fjórða áratugnum sagður „mesti óvinur samfélagsins“. Hann var skotinn til bana í Chicago 1934 af alríkislögreglumönnum. Hann var síðan jarðsettur í Indianapolis.

Áætlað er að gröfin verði opnuð þann 31. desember næstkomandi en kirkjugarðsyfirvöld leggjast gegn þessu og reyna nú að stöðva ferlið og hafa leitað til dómstóla í því skyni.

Michael Thompson, frændi Dillinger, og fleiri ættingjar telja að alríkislögreglan hafi „drepið rangan mann“ 1934. Þeir segjast hafa sannanir fyrir að sé sem hvílir í gröfinni sé með annan augnalit og önnur fingraför en Dillinger.

Alríkislögreglan hefur vísað þessu á bug og segir að hér sé bara um enn eina „samsæriskenninguna“ að ræða. Segja talsmenn hennar að mikið af upplýsingum og gögnum liggi fyrir sem sanni að það var Dillinger sem var drepinn í Chicago. Þar á meðal séu þrjú fingraför sem passi öll við fingaför Dillinger.

Dillinger var einn þekktasti glæpamaður Bandaríkjanna á fjórða áratugnum þegar kreppan var í algleymingi og atvinnuleysi mikið. Honum tókst tvisvar að flýja úr fangelsi og 10.000 dollurum var heitið í verðlaun fyrir handtöku hans. Hann var foringi Dillingerhópsins sem stóð að fjölda bankarána.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?
Pressan
Í gær

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi