fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Eineggja þríburar reyndu að blekkja lögregluna – Á endanum komst upp um þá

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 19:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Lundúnum hefur leyst óvenjulegt mál þar sem eineggja þríburar reyndu að notfæra sér líkindin í erfðavísum sínum til að sleppa við refsingu. Þríburarnir, bræður, eru 28 ára. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa séð undirheimum borgarinnar fyrir vopnum sem voru síðan notuð til að stofna lífi fólks í hættu.

Tveir þeirra, Ricky og Ralston Gabriel, sem eru báðir hálfatvinnumenn í knattspyrnu, voru á föstudaginn dæmdir í 14 ára fangelsi hvor fyrir sinn þátt í málinu. Bróðir þeirra, Reiss, var dæmdur í 18 ára fangelsi en hann var fundinn sekur í þremur málum til viðbótar málinu sem bræðurnir voru allir ákærðir í. CNN skýrir frá þessu.

Þríburarnir höfðu annars gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast hinn langa arm laganna. Þeir voru í hópi átta manna sem voru ákærðir fyrir að hafa útvegað glæpamanninum Aron Thomas, sem er talinn stórhættulegur, vélbyssu og hlaðna skammbyssu í apríl 2017. Á vopnunum fannst DNA sem tengdi þríburana við málið.

En þar sem DNA bræðranna er eins var útilokað fyrir lögregluna að tengja þá alla þrjá við málið þrátt fyrir að lögreglan væri viss um að þeir hefðu allir þrír átt aðild að því.

„Þremenningarnir reyndu að notfæra sér að þeir líta eins út og að erfðaefni þeirra er eins til að sleppa við refsingu en mikil vinna rannsóknarlögreglumanna kom í veg fyrir að það tækist.“

Sagði Driss Hayoukane rannsóknarlögreglumaður hjá Scotland Yard.

Lögreglumenn fylgdu bræðrunum eftir við hvert fótmál og með þeirri vinnu og upplýsingum um símanotkun þeirra tókst að tengja þá alla þrjá við afhendingu vopnanna til Aron Thomas sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári fyrir önnur mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi