fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Drepin af hundum sínum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 19:30

Arlene Renna. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

67 ára bandarísk kona, Arlene Renna, fannst meðvitundarlaus á stofugólfinu heima hjá sér í Pleasant Valley í New York síðdegis á mánudaginn. Ekki tókst að bjarga lífi hennar en hundar hennar tveir höfðu ráðist á hana og bitið illa. Arlene var úrskurðuð látin á vettvangi.

New York Post skýrir frá þessu. Báðir hundarnir eru af tegundinni Coon en það er veiðihundategund sem er mikið notuð við veiðar á þvottabjörnum að næturlagi. Þeir voru fluttir í hundathvarf og mun dómari síðar taka ákvörðun um hvort þeir verða aflífaðir eða fái að lifa.

Ekki er vitað hversu lengi Arlene hafði átt hundana en þeim er lýst sem félagslyndum, rólegum og vinalegum af samtökum hundaeigenda.

Arlene var hjúkrunarfræðingur og átti þrjú börn.

Hundur af tegundinni Coon. Mynd:Wikimedia Commons
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“