fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Þetta er umtalaðasta Airbnb gistingin í New York þessa dagana – Myndir þú gista þarna?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. september 2019 06:00

Séð inn í herbergið. Mynd:Aribnb

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef eitthvað er mjög ódýrt er eiginlega erfitt að vænta þess að fá vöru eða þjónustu í hæsta gæðaflokki. Hin breska Zoe Reeve átti heldur ekki von á neinum íburði þegar hún pantaði sér gistingu í Brooklyn í New York í gegnum Airbnb. Herberginu var lýst sem „ódýru herbergi fyrir ævintýrið þitt í New York“.

Myndirnar sýndu síðan hvað herbergið var í raun og veru, fataskápur! Verðið var í lægri kantinum fyrir New York eða sem svarar til um 3.500 íslenskra króna fyrir nóttina. Hún pantaði gistinguna en varð mjög hissa þegar hún mætti á svæðið og sá aðstöðuna með eigin augum.

Fyrsta áfallið var þegar hún sá hversu skítugt var í stofunni hjá gestgjafanum. Næsta áfall var þegar hún sá að rúmið hennar var ekkert annað en tvær dýnur ofan á hvor annarri og voru þær drulluskítugar.  Hún birti myndband af aðstöðunni á Twitter og fór það á mikið flug og fékk milljónir áhorfa.

„Ég bókaði herbergið því ég legg ekki mikið upp úr hvar ég sef. Auðvitað bókaði ég það ódýrasta sem ég fann í Brooklyn svo ég vissi vel að það væri ekki frábær gisting og ég vel alltaf það ódýrasta, sama hvert ég fer.“

Sagði Zoe í samtali við Insider.

Þetta er ekki stórt. Mynd:Aribnb

Gestgjafinn, sem var á ferðalagi þegar Zoe kom, sagði henni síðar að mistök hafi valdið því að ekki var búið að þrífa „herbergið“ hennar og endurgreiddi henni þrifagjald.

„Það versta við herbergið er örugglega rúmið en það verður líka mjög heitt í því og það er engin vifta svo ég varð að sofa með opinn glugga sem er ekki mjög öruggt og hafði í för með sér að ég heyrði öskrin í fólki á götunni.“

Rúmið. Mynd:Aribnb

En það er ekki hægt að saka gestgjafann um að reyna að blekkja fólk því hann dregur ekkert undan í lýsingum á aðstöðunni.

„Herbergið er frábært fyrir bakpokaferðalanga og aðra sem ferðast ódýrt. Það er gott að sofa á uppblásinni tjalddýnu með annarri eins undir. Ég mæli ekki með aðstöðunni fyrir fólk sem er hærra en 1,85 sm eða fyrir fólk sem á erfitt með að sofa í litlu rými.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga