fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Hættulegustu tölvuvírusar heims eru til sölu fyrir eina milljón dollara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. maí 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölva, sem inniheldur sex af hættulegustu og mest eyðileggjandi tölvuvírusum heims, er nú til sölu á uppboði á netinu. Þetta hljómar kannski eins og upphaf góðrar njósnasögu en svo er nú ekki. Hér er um listaverk að ræða.

The Verge greinir frá þessu. Það er netlistamaðurinn Guo O Dong sem stendur á bak við þetta sérstaka listaverk sem nefnist The Persistence of Chaos. Markmiðið er að sýna þær afleiðingar sem tölvu- og netheimurinn hefur á hinn raunverulega heim.

Guo O Dong sagði í samtali við The Verge að fólk ímyndi sér að það sem gerist á netinu hafi ekki áhrif á það en það sé fáránleg hugsun. Vírus, sem hafi áhrif á rafkerfið eða opinbera innviði, geti valdið okkur beinu tjóni.

Hann tók einnig fram að listaverkið sé skaðlaust svo lengi sem tölvan er ekki tengd við internetið. Um er að ræða 10,2 tommu tölvu frá Samsung. Tölvuveirurnar sex voru valdar út frá því efnahagslega tjóni sem þær hafa valdið. Meðal þeirra er WannaCry-vírusinn sem fór mikinn fyrir um tveimur árum.

Guo O Dong telur að vírusarnir sex hafi valdið tjóni fyrir um 95 milljónir dollara.

Uppboð á tölvunni stendur nú yfir á heimasíðu Dong og er upphafsboðið 1,2 milljónir dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi