fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Svangt barn varð föður sínum að falli – Leikskólakennarinn trúði ekki eigin augum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 19:30

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar leikskólabarn í Kolding á Jótlandi í Danmörku var svangt í nóvember vildi leikskólakennari koma því til aðstoðar. Hann fór að fataskáp barnsins til að sækja nestisbox þess. En í stað þess að finna nestisboxið í tösku barnsins fann hann poka. Þegar hann kíkti í pokann trúði hann ekki eigin augum.

Í pokanum voru rúmlega 3,6 kíló af hassi. Að vonum var hringt í lögregluna sem kom skjótt á vettvang. Faðir barnsins var staddur á leikskólanum þegar þetta átti sér stað en hann var á fundi þar. Hann var handtekinn og við leit á honum fundust 80 grömm af kókaíni.

Þetta kom fram fyrir dómi í Kolding í gær þegar málið var tekið fyrir. Faðirinn, sem er fertugur, játaði sök og var hann dæmdur í eins árs og níu mánaða fangelsi.

Saksóknari var sáttur við niðurstöðuna en hann hafði krafist eins árs og níu mánaða fangelsis yfir manninum.

BT segir að maðurinn hafi sætt sig við dóminn og ætli ekki að áfrýja honum. Hann var fluttur beint í afplánun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi