fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Gekk til liðs við ISIS – nú vill hún snúa aftur heim

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 14:00

Shamima Begum. Mynd/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shamima Begum var aðeins 15 ára gömul þegar hún fór frá Englandi til að ganga til liðs við ISIS.

Í dag er hún 19 ára og vill snúa aftur heim til Englands en sér ekki eftir neinu.

Hún kom í viðtal við The Times þar sem hún sagði frá tíma sínum í ISIS.

Hún sá hausa í ruslatunnum en það hafði, að hennar sögn, engin áhrif á hana. Viðtalið er tekið frá flóttamannabúðum í Sýrlandi, en Shamima er ófrísk og vill eiga barnið á Englandi. Hún segir að þetta sé þriðja barnið hennar síðan hún hljópst að heiman, hin tvö séu látin.

Tveir fyrrverandi skólafélagar hennar, sem struku með henni, létu lífið í sprengjuárás.

Eftir að Shamima strauk að heiman fór hún til Raqqa þar sem hún dvaldi í húsnæði með öðrum stúlkum sem átti að gifta.

„Ég sótti um að fá að giftast enskumælandi hermanni á bilinu 20-25 ára,“ sagði hún.  Tíu dögum síðar giftist hún 27 ára gömlum Hollending og hefur verið með honum síðan þá. Þau voru saman á flótta þar sem fyrir tveimur vikum þegar eiginmaður hennar gafst upp fyrir hópi af sýrlenskum hermönnum. Nú er Shamima ein af 39 þúsundum flóttamanna í norður Sýrlandi.

Blaðamaður Times spurði hana hvort að dvöl hennar með ISIS hafði reynst vera það sem hún hélt hún yrði. „Já hún var það. Þetta var bara hefðbundið líf. Ekki þetta líf sem þeir vilja halda að við lifum í áróðursmyndböndum – bara venjulegt líf. Af og til koma sprengjur og þess háttar, en fyrir utan það..“

Shamima segir það ekki hafa haft nein áhrif á hana að sjá höfuð í ruslatunnum. „Það hafði engin áhrif á mig. Höfuðið tilheyrði hermanni sem hafði verið fangaður á vígvellinum, hann var óvinur Islam. Ég hugsaði bara um hvað þessi maður hefði gert múslima konu ef hann hefði fengið færi á því,“ sagði hún.

Þegar Shamima hljópst að heiman var hún lögum samkvæmt bara barn. Sem barn hefði ríkisstjórninni borið skylda til að gæta að hagsmunum hennar og ófædds barns hennar þegar örlög hennar væru ákveðin. En Shamima er ekki barn lengur. Ef hún kemst frá Sýrlandi gæti hún átt yfir höfði sér ákæru fyrir þátttöku í hryðjuverkasamtökum.

Að hjálpa Shamima að komast aftur til Bretlands gæti reynst erfitt verkefni, verkefni sem fáir eru tilbúnir að vinna í þar sem Shamima hefur ekki sýnt neina eftirsjá að hafa gengið til liðs við ISIS.

„Ég er ekki þessi óþroskaða 15 ára skólastelpa sem strauk af heiman fyrir fjórum árum. Ég sé ekki eftir því að koma hingað“

Frétt BBC

Frétt The Times

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta