fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Efni í hársápum og ilmvötnum geta flýtt kynþroska stúlkna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 21:30

Sjampó og hárnæring. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efni, sem eru notuð í ýmsar heimilisvörur á borð við hársápur, ilmvötn, svitalyktareyða og sápur, geta valdið snemmbúnum kynþroska hjá stúlkum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Rannsóknin beindist að efnum á borð við þalat, paraben og tjörusýru en þessi efni eru notuð í ýmsar vörur sem við notum í hinu daglega lífi.

Sky skýrir frá þessu. Þátttakendur í rannsókninni voru 179 stúlkur sem fæddust í Kaliforníu 1999 og 2000 og 159 piltar sem fæddust á sama tíma í sama ríki. Rannsakað var hversu mikið magn þessara efna var í mæðrunum á meðgöngu og í börnunum við níu ára aldur.

Síðan var kannað hvenær börnin hefðu orðið kynþroska og var niðurstaðan að það flýtti kynþroska stúlkna ef þær höfðu komist í snertingu við fyrrgreind efni en ekki var að sjá að það hefði nein áhrif á piltana.

Kim Harley, sem stýrði rannsókninni, segir að tvö efni hafi reynst áhrifamest. Mæður sem voru með há gildi þalata, sem er notað í ilmvötn, og triclosan, sem er notað í sápur og tannkrem, áttu dætur sem urðu fyrr kynþroska en hinar. Einnig kom í ljós að stúlkur með há gildi paraben í líkamanum við níu ára aldur urðu fyrr kynþroska en hinar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð

Lét meintan sóðaskap fara í taugarnar á sér og framdi þrefalt morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur

Laus við krabbameinið eftir byltingarkennda meðferð sem hann fann upp sjálfur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn

Fimmtán ára drengur lenti í skelfilegu slysi – Fékk öflugt raflost í liminn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku

Málið sem skekur Belgíu: Ungir drengir sagðir hafa hópnauðgað 14 ára stúlku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“