fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Upplýst um síðustu orð Khashoggis

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 11:30

Jamal Khashoggi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrknesk yfirvöld hafa í fórum sínum hljóðupptöku af síðustu andartökum Khashoggis. Á þeim má heyra hann hrópa „Ég get ekki andað“ sem eru hans seinustu orð. Síðan má heyra skaðræðisóp hans á meðan höfuð hans er sagað af. 

„Ég get ekki andað.“ Svo hljóðuðu síðustu orð Jamals Khashoggi eftir að hópurinn sem ráðinn hafði verið til að myrða hann réðst að honum í Suður Arabíska sendiráðinu í Tyrklandi. CNN segir frá því að heimildarmaður hafi gefið skýrslu um atburðina og meðal annars lesið upp eftirrit af hljóðupptöku sem til er af morðinu.

Heimildarmaðurinn las upp endurrit af hljóðupptöku af síðustu andartökum Khashoggis og sagði að það væri ljóst að morðið hafi ekki verið afleiðing af samskiptum sem hefðu farið úr böndunum,  heldur hafi morðið verið vel útpælt.

Í átökum innan sendiráðsins segir heimildarmaðurinn að Khashoggi hafi barist gegn hópi staðráðinna aðila sem ætluðu að myrða hann.

„Ég get ekki andað.“

Heimildarmaðurinn segir að eftir það megi heyra öskur og ógeðsfelld hljóð frá því að  höfuð Khashoggis var sagað af honum. Einn aðili á svæðinu ráðleggur kollegum sínum að hlusta á tónlist á meðan á verknaðnum stendur, til að yfirgnæfa hljóðin.

Tyrknesk yfirvöld hafa ekki útskýrt hvaðan þau fengu upptökur af verknaðinum, en það var leyniþjónusta þeirra sem útbjó eftirrit upptökunnar sem heimildarmaðurinn las upp.

Eftirritið hefst þegar Khashoggi kemur fyrst inn í sendiráðið.  Er hann þar í afskaplega hversdagslegum erindagjörðum, sækja skjöl sem myndu gera honum kleyft að giftast unnustu sinni. Samkvæmt heimildarmanninum verður Khashoggi þó fljótlega ljóst að heimsókn hans í sendiráðið er langt frá því að vera hefðbundin. Hann kannast við einn mannana sem tekur á móti honum  og spyr hvað sá maður sé að gera þarna. „Þú kemur til svarar maðurinn sem nú er vitað að heitir Maher Abdulaziz Mutreb, fyrrverandi diplómat sem Khashoggi þekkti frá Suður Arabíska sendiráðinu í Lundúnum

„Þú getur ekki gert þetta,“ svarar Khashoggi. „Það er beðið eftir mér úti.“

Af hljóðupptökunum má ætla að þarna hafi hópurinn veist að Khashoggi sem heyrist berjast við að ná andanum. Síðan segir Khashoggi sín síðustu orð „Ég get ekki andað“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru