fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Það skiptir máli hvort þú ferð í sturtu á morgnanna eða kvöldin – Er þetta tíminn sem hentar þér?

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 15:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir fara einfaldlega í sturtu þegar þeir hafa tíma til þess, aðrir elska að fara nýþveginn að sofa á meðan aðrir geta ekki hugsað sér að byrja daginn öðruvísi en að fara í sturtu. Ný rannsókn bendir til þess að það er munur á því hvort maður fer í sturtu á morgnanna eða á kvöldin, hefur það bæði kosti og galla.

Tania Elliott, ofnæmislæknir frá Engaging Healthy Employees, segir í samtali við Insider að það sé jákvætt að fara í sturtu á morgnanna. „Morgunsturta er góður tími til að íhuga stuttlega og setja sér markmið fyrir daginn án truflunar.“

Joel Schlessinger, húðlæknir, tekur í sama streng og bendir á að það sé í það minnsta gott að skola sig í framan á morgnanna. Hann telur að það sé best að fara í sturtu á kvöldin, þá skoli fólk af sér allt það sem það hefur komist í snertingu við yfir daginn og það sé best fyrir heilsuna að fara hreinn að sofa. „Með því að baða sig fyrir svefninn þá kemur þú í veg fyrir að mögulegir skaðvaldar fyrir heilsuna séu með þér uppi í rúmi næstu átta tímana.“

Þau Elliott og Schlessinger eru sammála um að það sé best að fara í sturtu á kvöldin en Elliott mælir með að fólk fari einnig í 15 til 30 sekúnda kalda sturtu á morgnanna til að koma blóðflæðinu í gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart