fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Hassneytendur fremja miklu fleiri afbrot en aðrir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 17:00

Hass. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem nota hass brjótast oftar inn og beita meira ofbeldi en meðalmaðurinn. Þetta er eitthvað sem kemur kannski mörgum á óvart enda er oft rætt um hass sem hið „mjúka“ fíkniefni sem hafi aðallega róandi áhrif á fólk.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem miðstöð vímuefnarannsókna (Center for Rusmiddelforskning) í Danmörku gerði fyrir Danska ríkisútvarpið er þetta staðreynd. Þetta er í fyrsta sinn sem rannsókn sem þessi er gerð þar sem afbrot hassneytenda eru rannsökuð. Samkvæmt niðurstöðunum eru hassneytendur sjö sinnum oftar dæmdir fyrir innbrot en „hinn venjulegi borgari“ og níu sinnum oftar fyrir ofbeldi.

Við rannsóknina voru tveir gagnagrunnar samkeyrðir. Gagnagrunnur um hassneytendur og sakaskráin en þar eru allir dómar fyrir afbrot í Danmörku skráðir. Hassneytendur eru skilgreindir sem þeir sem reykja hass daglega eða næstum daglega.

Síðan var unnið út frá tveimur hópum. Annar var hópur hassneytenda en í honum voru 10.000 manns sem hafa komið við sögu yfirvalda vegna hassneyslu sem er þá talin vera stærsta vandamál þeirra. Í samanburðarhópnum voru 100.000 venjulegir Danir á sama aldri og þeir sem eru í hasshópnum og kynjahlutföllin voru þau sömu.

Rannsakað var hversu oft fólk kom við sögu í eftirfarandi málaflokkum: Innbrot og þjófnaður, ofbeldisbrot, varsla fíkniefna, umferðarlagabrot, vopnalög og fíkniefnasala. Auk þess var rannsakað hversu oft og hve lengi fólk sat í fangelsi. Hassneytendurnir skáru sig úr í öllum flokkunum og höfðu fengið miklu fleiri dóma en fólkið í samanburðarhópnum.

Það bera að hafa í huga að hass er ólöglegt fíkniefni í Danmörku og því þurfa notendur þess að vera í tengslum við afbrotamenn til að verða sér úti um efnið. Það gerir að verkum að auknar líkur eru á að neytendurnir sogist inn í heim afbrotamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi