fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Hlógu og mynduðu drukknandi mann en komu honum ekki til bjargar – Sleppa við ákæru

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júní 2018 09:20

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí á síðasta ári stóðu fimm unglingspiltar og fylgdust með Jamel Dunn, 31 árs, berjast fyrir lífi sínu í vatni í Flórída og á endanum drukkna. Piltarnir gerðu ekkert til að aðstoða hann. Þeir öskruðu á hann að þeir ætluðu ekki að hjálpa honum og kvikmynduðu örvæntingarfulla baráttu hans fyrir lífi sínu. Nú hefur saksóknari ákveðið að ekki verði ákært í málinu.

„Við ætlum ekki að hjálpa þér. Enginn mun hjálpa þér, heimskinginn þinn!“

Öskruðu piltarnir meðal annars á Dunn sem var hreyfihamlaður. Á upptökunni sést Dunn síðan hverfa undir yfirborðið og drukkna. Lík hans fannst þremur dögum síðar.

Newsweek segir að saksóknarar hafi ákveðið að enginn verði ákærður vegna málsins. Ástæðan er að sögn saksóknara að piltarnir, sem voru 14 til 18 ára þegar þetta gerðist, brutu engin lög með því að koma Dunn ekki til aðstoðar.

„Ég veit að fólki verður óglatt yfir þessum skorti á virðingu fyrir mannslífi sem unglingarnir sýndu. Við verðum bara að vona að þetta hafi verið einangrað atvik sem gerist aldrei aftur.“

Segir í tilkynningu frá Phil Archer saksóknara.

Málið vakti mikla athygli á síðasta ári, bæði í Bandaríkjunum og utanlands. Yfirvöld í Flórída brugðust við málinu með lagafrumvarpi sem gerir refsivert að koma ekki manneskju í neyð til bjargar eða hringja í viðbragðsaðila. En frumvarpið náði aldrei að komast til atkvæðagreiðslu á þingi ríkisins.

Unnusta Dunn tilkynnti um hvarf hans þegar hann skilaði sér ekki heim. Vinir hans auglýstu eftir honum á samfélagsmiðlum og sögðu hann vera húðflúraðan og haltan enn hann hafði verið skotinn í fótlegg ári áður og var haltur eftir það.

Lík Dunn fannst þremur dögum síðar en það var óþekkjanlegt en lögreglan gat borið kennsl á það á grunni húðflúranna. Nokkrum dögum síðar var vini Dunn gert aðvart um myndband sem var í dreifingu á samfélagsmiðlum en í því sást Dunn drukkna. Lögreglunni var gert aðvart og hóf hún strax rannsókn sem er nú lokið með fyrrgreindri niðurstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks