fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Kynlífsdúkkuverslun sektuð – Viðskiptavinir fengu að prófa vörurnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi kynlífsdúkkuverslunarinnar Lovedoll í Gateshead á Englandi hefur verið sektaður um 10.000 pund fyrir að leyfa viðskiptavinum verslunarinnar að prófa kynlífsdúkkur, sem voru til sölu í versluninni, áður en þeir keyptu þær.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að verslunin hafi boðið væntanlegum viðskiptavinum að taka dúkkurnar með inn í svefnherbergi, sem var í versluninni, til að prófa þær gegn því að greiða 50 pund fyrir.

Það var í janúar sem yfirvöld höfðu afskipti af rekstri verslunarinnar eftir að kvartanir höfðu borist um að eigandinn ræki kynlífsdúkkuvændishús. Eigandinn sýndi lögreglumönnum verslunina og þar á meðal svefnherbergið þar sem viðskiptavinir máttu prófa dúkkurnar. En eigandanum hafði yfirsést að í Englandi þarf að fá leyfi til að bjóða upp á kynlífsþjónustu með dúkkum.

Graeme Tulip, eigandi verslunarinnar, sagði í samtali við BBC Radio 5 að markmiðið með því að leyfa væntanlegum viðskiptavinum að prófa dúkkurnar hafi ekki verið að selja þeim kynlíf, heldur að leyfa þeim að prófa dúkkurnar þar sem þær séu frekar dýrar og um töluverða fjárfestingu að ræða. Þær kosta sem svarar rúmlega 200.000 íslenskum krónum stykkið.

Það færist í aukana að kynlífsvændishús séu opnuð en á síðasta ári tók eitt slíkt til starfa í Barcelona á Spáni og fyrr á þessu ári opnað eitt slíkt í Árósum í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti