fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Telja sig vita hver myrti Olof Palme – Lögreglan segir að málið verði leyst „innan skamms“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 07:29

Olof Palme.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakur rannsóknarhópur sænskur lögreglunnar vinnur nú að rannsókn á morðinu á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur þann 28. febrúar 1986. Málið hefur verið margrannsakað og 1988 var Christer Pettersson dæmdur fyrir morðið í undirrétti en hann var sýknaður þegar áfrýjunardómstóll tók málið fyrir. Nú virðist sem rannsóknarhópurinn hafi náð góðum árangri við rannsókn málsins og segir að málið verði leyst „innan skamms“.

Tímaritið Filter segir að rannsókn lögreglunnar beinist nú að Skandiamanninum svokallaða en það er Stig Engström. Hann varð þjóðþekktur í tengslum við morðið því hann var eitt af fyrstu vitnunum á morðvettvanginum. En nú er hann til rannsóknar sem hugsanlegur morðingi Palme. Sænskir fjölmiðlar fjalla mikið um málið í dag enda morðið á Palme eitt umtalaðasta sakamál Svíþjóðar fyrr og síðar. Virðist sem umfjöllun Filter um tengsl Engström við morðið hafi komið flestum mjög á óvart.

Engström er sagður hafa hlotið þjálfun í meðferð skotvopna, hann var virkur í hópum sem voru andsnúnir Palme og hann hafði aðgang að skammbyssu eins og þeirri sem Palme var skotinn með.

Rannsóknarhópurinn er sagður hafa yfirheyrt fjölda manns sem tengjast Engström, þar á meðal fyrrum eiginkonu hans.

Engström starfaði hjá auglýsingastofu í Skandiahúsinu í miðborg Stokkhólms 1986. Klukkan 23.19 að kvöldi 28. febrúar stimplaði hann sig út úr vinnu í húsinu. Klukkan 23.21 var Olof Palme skotinn til bana.

Stig Engström. Mynd:Sænska lögreglan

Engström fékk strax viðurnefnið Skandiamaðurinn og varð þjóðþekktur. Hann kom fram í fjölmiðlum og í viðtölum og yfirheyrslum hjá lögreglunni gaf hann sig út fyrir að vera aðalvitnið í málinu. Filter segir að Engström hafi verið til rannsóknar hjá lögreglunni síðan á síðasta ári.

Fyrrum eiginkona Engström hefur staðfest við sænska fjölmiðla að lögreglan hafi yfirheyrt hana tvisvar um Engström og hafi verið kafað djúpt ofan í málin og atburðarrásina í kringum morðið á Palme.

Engström lést árið 2000 svo ljóst er að rannsókn lögreglunnar og niðurstaða verður að byggja á sterkum tæknilegum sönnunargögnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga