fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Gunnhildur og fjölskylda sluppu naumlega úr brennandi húsi – „Dóttir mín öskraði, ég dey, ég dey“

Kristján Kristjánsson, Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 18:42

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær kom upp eldur í fjölbýlishúsi við Karl Hovbergsgatan í Skiftinge í Svíþjóð. Meðal þeirra sem búa í húsinu eru Gunnhildur Hauksdóttir, eiginkona hennar og tvær dætur þeirra. Þær búa á þriðju hæð. Þegar eldurinn kom upp voru Gunnhildur og eiginkona hennar heima ásamt eldri dóttur þeirra, Jóhönnu sem er 12 ára. Yngri dóttirin, Sunna, var heima hjá vinkonu sinni.

Gunnhildur fann skyndilega skrýtna reykjarlykt í íbúðinni. Þegar hún kíkti fram af svölunum sá hún ljósan reyk leggja frá íbúð nágranna síns. Hún fór því niður og bankaði hjá honum. Í samtali við Eskilstuna-Kuriren sagði hún að hún hafi fundið að hurðin var heit. Hún hafi því kíkt inn í gegnum bréfalúguna og séð mikinn reyk.

Hún hélt því áfram að banka þar til nágranninn opnaði loksins. Þá fyrst áttaði hann sig á að hann var í íbúð þar sem eldur var laus. Gunnhildur sagði honum að hringja í 112. Á leið upp í íbúð sína hringdi hún hjá öllum íbúunum og lét þá vita að eldur væri laus í húsinu.

Þegar Gunnhildur fór niður til nágrannans var enginn reykur í stigaganginum. Þegar hún kom aftur upp í íbúðina sína nokkrum mínútum síðar var stigagangurinn fullur af svörtum reyk. Þetta gerðist á aðeins 1-2 mínútum að sögn Gunnhildar.

Lögðust á gólfið

Gunnhildur, eiginkona hennar og dóttir þeirra lögðust á gólfið í svefnherbergi annarrar dótturinnar en þar var minnsti reykurinn.

„Dóttir mín öskraði bara, ég dey, ég dey. Ég hélt henni niðri við gólfið og hugsaði með mér að kannski gæti ég bundið eitthvað um hana miðja og látið hana síga niður af svölunum.“

Sem betur fer slasaðist enginn alvarlega í eldsvoðanum og enginn lést. 70 manns þurftu að yfirgefa húsið eða var bjargað úr því af slökkviliðsmönnum. 11 voru fluttir á sjúkrahús. Gunnhildur og fjölskylda hennar voru meðal þeirra sem slökkviliðsmenn björguðu út. Þær voru lagðar inn á sjúkrahús en voru að vonast til að vera útskrifaðar í dag.

Þær vita ekki hvar þær geta búið næstu vikurnar, íbúð þeirra er illa farin af völdum reyks og sóts og ekki íbúðarhæf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks