fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Neytendur

Ívar lætur íslenska veitingastaði fá það óþvegið: Þetta fékk hann fyrir tæpar tvö þúsund krónur

„Þetta var eins og að vera rændur um hábjartan dag!“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. júní 2017 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju eru skammtar almennt minni á hversdags-veitingastöðum hérlendis en erlendis? Það væri svo sem kannski í lagi ef réttirnir væru þá mun ódýrari,“ segir útvarpsmaðurinn Ívar Halldórsson. Ívar er ekki allskostar sáttur við veitingastaði hér á landi og eru það einna helst skammtastærðir og verðlag sem fer fyrir brjóstið á honum.

Ívar fjallar um þetta í pistli sem birtist á Vísi en þar tekur hann nokkur dæmi. Ívar bendir á að umræðan um hátt vöruverð á Íslandi hafi verið fyrirferðamikil að undanförnu í kjölfar komu Costco til landsins. Bendir Ívar á að matvöruverslanir hafi lækkað verð að undanförnu til að bregðast við komu Costco og margir séu þeirrar skoðunar að veitingastaðir eigi að geta gert það líka.

Stækka skammta eða lækka verð

„Nú ættu þeir annað hvort að geta stækkað skammtana eða lækkað verðið! Eða skyldi hagstæðara verð og ágóðinn allur hverfa ofan í vasa veitingastjóranna,“ spyr Ívar sem tekur þó fram í pistli sínum að vissulega finnist staðir hérlendis sem standi sig betur en aðrir.

Ívar nefnir nokkur dæmi um það sem honum finnst óeðlilegt verðlag miðað við þær skammtastærðir sem í boði eru.

„Ég fékk mér frekar lítilfjörlegan pastarétt á Café Bleu í Kringlunni á 2.890 krónur. Mér var boðið að versla mér lítinn gosdrykk með á um fimm hundruð krónur án auka áfyllingar en afþakkaði, þar sem ég get keypt fjóra lítra af sama drykk í Bónus fyrir svipaðan pening. Þegar ég að máltíð lokinni var búinn að ganga um í verslunarmiðstöðinni í um stundarfjórðung var ég orðinn svangur á ný og hugleiddi að kaupa mér eitthvað meira að borða – en ákvað að þrauka fram að næsta matmálstíma.“

Hann nefnir svo annað dæmi frá skyndibitakeðjunni Serrano.

„Ég og vinur minn keyptum okkur kjúklingavefju á Serranos í tvígang. Okkur langaði að fá okkur hádegisverð í hollari kantinum og afþökkuðum gos sem kostaði annan handlegginn, þar sem annars staðar. Í annað skiptið keyptum við stærri útgáfuna af burrito vefjunni á tæpar tvö þúsund krónur og var varla liðinn klukkutími áður en svengdin fór að segja til sín aftur. Hitt skiptið keyptum við minni vefjuna á rúmar sextán hundruð krónur en íhuguðum báðir að máltíð lokinni að fara inn á næsta veitingastað við hliðina og kaupa okkur eitthvað meira í gogginn. Máltíðin var ekki upp í nös á mús – hvað þá ketti! Máltíðin var allt of lítil og við fórum þaðan svangir og alls ekki sáttir. Þetta var eins og að vera rændur um hábjartan dag!“

„Máltíðin var allt of lítil og við fórum þaðan svangir og alls ekki sáttir. Þetta var eins og að vera rændur um hábjartan dag!“

íslatte og múffa fyrir tæpar tvö þúsund krónur

Þá nefnir Ívar þriðja dæmið frá því um helgina þegar hann og eiginkona hans heimsóttu kaffihúsakeðjuna Te og Kaffi.

„Fyrir tæpar tvö þúsund krónur fengum við tvo litla íslatte „to go“og eina bláberjamúffu í smærri kantinum. Það var reyndar hægt að spara sér hundraðkall með því að kaupa pínulitla múffu….en við ákváðum að splæsa í þessa „stóru“. Þetta sem við keyptum hefur ekki kostað mikið í framleiðslu og var okkur ekki einu sinni þjónað til borðs þar sem við tókum þessa míkródrykki og múffutítlu með okkur. Mér blöskraði nú líka þegar ég sá pínulitla og örþunna böku í gegnum glerið sem var til sölu á 895 krónur! Ég hélt að einhver væri að grínast!“

Ívar heldur svo áfram og gagnrýnir samloku- og djússtaðinn Lemon. „Og hvað er þá að frétta með þessa pínulitlu djúsa hjá Lemon sem þeir kalla stóra og rukka allhressilega fyrir? Maður þarf að taka pínulitla sopa af þessum „stóra“ drykk til að láta hann endast með hádegissamlokunni sem er sjálf ekki svo stór!…og ekki tímir maður að kaupa tvo drykki því þá er maður líklega kominn upp í þrjú þúsund krónur eða meira fyrir máltíð sem er ekki í stærri kantinum!“

Ísland stenst varla samanburð

Ívar endar svo greinina á stuttum samanburði milli Íslands, Bandaríkjanna, Danmerkur og Svíþjóðar. Segist hann hafa ferðast mikið til þriggja síðastnefndu landanna og þar séu verð og skammtastærðir í annarri vídd. Þar fái maður meira fyrir peninginn og skammtar séu þar að auki stærri. „Ég fer sjaldan svangur af veitingastöðum erlendis og verðið þar fær mig ekki til að missa matarlystina eins og svo oft hér heima,“ segir hann og bætir við að hátt verð og litlir skammtar skyggi á þá ánægju sem fæst af því að borða góðan mat.

Sem fyrr segir tekur Ívar sérstaklega fram að hér finnist staðir sem standi sig vel en þeir séu ekki margir. „Það eru þeir veitingastaðir sem ég er farinn að skipta nær eingöngu við í dag. Hinir verða að gefa mér ástæðu til að snúa aftur til þeirra með veskið mitt. Hvenær kemur „Café Costco“ eiginlega til Íslands?!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
Neytendur
13.01.2018

New York, Taíland, Spánn eða Balí?

New York, Taíland, Spánn eða Balí?
Neytendur
02.01.2018

Svona muntu standa við nýársheitið um bættan fjárhag á árinu 2018

Svona muntu standa við nýársheitið um bættan fjárhag á árinu 2018
Neytendur
12.12.2017

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“
Neytendur
16.11.2017

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim
Neytendur
12.11.2017
Dauðinn er dýr