fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Neytendur

Sara fór í Costco: „Það er búið að hafa okkur að algjörum fíflum“ – Sjáðu verðmuninn

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 28. maí 2017 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vorum að koma úr Costco, fórum inn svona hálf átta. Það var þægileg stemmning, engin röð inn í búðina og fullt af körfum, notalegt,“ segir listamaðurinn Sara Oskarsson og varaþingmaður Pírata. Hún birti myndskeið á Facebook-síðu sinni sem hefur vakið athygli. Þar greinir hún frá verslunarferð í Costco og miklum verðmun á vörum þar og í öðrum verslunum og tiltekur hún eina sérstaklega. Á samfélagsmiðlum má lesa um margar svipaðar sögur þar sem fólk er að bera saman verð í Costco og í öðrum verslunum. Myndskeiðið má sjá neðst í fréttinni en í því segir hún:

„Ég elska að fara í freyðibað. Þetta, Radox, er eiginlega hætt að fást, kannski dýrt að kaupa þetta inn og í staðinn er komin algjör viðbjóður sem er eiginlega ekki hægt að kalla freyðibað, því hvorki freyðir né kemur góð lykt og svo klæjar manni í húðina eftir baðið. En ég hef getað keypt Radox í apótekum og látið mig hafa að gera það.“

Sara fór í Costco og fann Radox þar. Tvær flöskur saman í pakkningu, líter hver.

„Hvað haldið þið að það hafi kostað. 549 krónur, tveir lítrar,“ segir Sara og bætir við:

„Á leiðinni heim ákvað ég að stökkva inn í apótek til að vera með verðið alveg á hreinu, til að geta borið það saman. Þar var hálfur líter af nákvæmlega sama stöffi á 1386 krónur. Það er búið að vera að hafa okkur að algjörum fíflum og það er bara komið nóg. Takk Costco.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Neytendur
13.01.2018

New York, Taíland, Spánn eða Balí?

DV tók saman kostnaðinn við vikuferðalag til Evrópu, Bandaríkjanna, Indónesíu og Asíu – Gífurlegur munur á gistingu og uppihaldi eftir löndum

New York, Taíland, Spánn eða Balí?
Neytendur
19.12.2017

Það er hægt að neyta margra matartegunda löngu eftir síðasta söludag þeirra – Dregur úr matarsóun

Það er hægt að neyta margra matartegunda löngu eftir síðasta söludag þeirra – Dregur úr matarsóun
Neytendur
18.12.2017

Orkudrykkurinn sem inniheldur 39 sykurmola

Orkudrykkurinn sem inniheldur 39 sykurmola
Neytendur
03.11.2017

Costco hækkar verð: Þessi vara hækkaði um rúm 26 prósent á fjórum mánuðum

Costco hækkar verð: Þessi vara hækkaði um rúm 26 prósent á fjórum mánuðum
Neytendur
01.11.2017

Subway og íslensk okursíða deila um bræðing: „Svo þunnt skorið að það sést í gegnum það“

Subway og íslensk okursíða deila um bræðing: „Svo þunnt skorið að það sést í gegnum það“
Neytendur
07.08.2017

Íslenskir veiparar segja sparnaðinn hlaupa á tugþúsundum

Íslenskir veiparar segja sparnaðinn hlaupa á tugþúsundum
Neytendur
02.08.2017

30 fermetra stúdíó til leigu á 290 þúsund: „Fylgir hóra, kókaín og gullhúðaður klósettpappír með?“

30 fermetra stúdíó til leigu á 290 þúsund: „Fylgir hóra, kókaín og gullhúðaður klósettpappír með?“
Neytendur
19.06.2017

Ashley og Josh segja að Ísland sé eitt dýrasta land í heimi: Sjáðu hvað þau hafa borgað á nokkrum dögum

„Það er allt dýrt í samanburði við aðra staði sem við höfum heimsótt“

Ashley og Josh segja að Ísland sé eitt dýrasta land í heimi: Sjáðu hvað þau hafa borgað á nokkrum dögum
Neytendur
09.05.2017

Innflutningur á drykkjarvörum í uppnámi vegna séríslenskrar kröfu um lóðrétt strikamerki

Innflutningur á drykkjarvörum í uppnámi vegna séríslenskrar kröfu um lóðrétt strikamerki
Neytendur
04.05.2017

Innkalla Bombay-gin í Kanada: Miklu sterkara en uppgefið er

Innkalla Bombay-gin í Kanada: Miklu sterkara en uppgefið er