fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Neytendur

Hægt að velja á milli níu erlendra borga fyrir sama verð og til Akureyrar

Auður Ösp
Laugardaginn 25. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægt er að velja á milli níu áfangastaða í Evrópu fyrir svipað verð og greitt er fyrir flug til og frá Akureyri yfir páskahátíðina. Þannig væri til að mynda hægt að verja páskunum á útikaffihúsum í Amsterdam, í göngutúrum í París eða í skíðabrekkum í Noregi. Rúmlega 15 þúsund króna verðmunur er á ódýrasta erlenda áfangastaðnum og höfuðstað Norðurlands.

Samkvæmt skýrslu Greiningar Íslandsbanka um ferðaþjónustuna sem kom út í febrúar síðastliðnum er Ísland dýrasta landið þegar kemur að farþegaflutningum, sem stafar meðal annars af færri möguleikum í samgöngum en víða erlendis. Einnig kemur þar fram að ferðamenn séu ekki að nýta sér innanlandsflug að neinu marki; á sama tíma og farþegum í innanlandsflugi hefur fækkað um 6 prósent frá árinu 2010 hefur ferðamönnum fjölgað um 175 prósent. Því virðist sem vöxtur ferðaþjónustunnar hafi nær engin áhrif á á innanlandsflug.

65 þúsund allt í allt

Hér er miðað við tvo fullorðna einstaklinga sem hyggjast fljúga frá Reykjavík miðvikudaginn 12. apríl og koma til baka annan í páskum, þann 17. apríl.

Miðað er við svokallað netverð við pöntun á vef Flugfélags Íslands. Flogið er frá Reykjavík klukkan 16.10 síðdegis og kostar farið 13.100 krónur á mann. Farangur er þar ekki innifalinn. Leyfilegt er að hafa meðferðis allt að 6 kíló í handfarangri. Farangursheimild upp að 20 kílóum kostar 990 krónur aukalega.

Við heimferð er ekki hægt að velja netverð, heldur er einungis hægt að velja á milli ferðasætis og fríðindasætis og er ferðasætið valið, enda ódýrari kostur. Þá kostar farið 19.625 krónur á mann og fylgir þá með farangursheimild upp á allt að 20 kíló.

Flug til og frá höfuðstað Norðurlands að viðbættum farþegagjöldum kostar þannig allt í allt 65.450 krónur fyrir tvo einstaklinga.

Ódýrast til Edinborgar og dýrast til Köben

Við leit á vef Dohop kemur í ljós að fyrir svipað verð er hægt að velja um flug til og frá níu áfangastöðum í Evrópu. Innifalið í verðinu eru þá tilheyrandi gjöld og skattar, auk handfarangursheimildar fyrir báða aðila. Á 6 af þessum 9 stöðum er flugið undir 65 þúsund krónum.

Ódýrasti áfangastaðurinn er Edinborg, en flugfar þangað til og frá fyrir tvo kostar 49.991 krónu, sem er 15.460 krónum ódýrara en ferðalagið til Akureyrar. Dýrast væri að fljúga til Kaupmannahafnar en flugið þangað og heim fyrir tvo kostar 67.991 krónu og er því tæplega 2.500 krónum dýrara en til og frá Akureyri.


Edinborg með WOW air

Flug fyrir tvo m. sköttum og gjöldum + handfarangursgjald: 49.991 kr.
Mismunur: 15.459 kr.


Frankfurt með WOW air

Flug fyrir tvo m. sköttum og gjöldum + handfarangursgjald: 55.991 kr.
Mismunur: 9. 459 kr.


Stokkhólmur með WOW air

Flug fyrir tvo m. sköttum og gjöldum + handfarangursgjald: 56.991 kr.
Mismunur: 8.459 kr.


Osló með SAS

Flug fyrir tvo m. sköttum og gjöldum. Handfarangur innifalinn.: 57.068 kr.
Mismunur: 8.382 kr.


Björgvin með SAS og Norwegian Air – bókað í gegnum vefinn mytrip.com. 10 klst. millilending í Osló

Flug m. sköttum og gjöldum. Handfarangur innifalinn: 60.062 kr.
Mismunur: 5.388 kr.


Amsterdam með WOW air

Flug fyrir tvo m. sköttum og gjöldum + handfarangursgjald: 64.991 kr.
Mismunur: 459 kr.


París með WOW air

Flug fyrir tvo m. sköttum og gjöldum + handfarangursgjald: 66.991 kr.


London með easyjet

Flug fyrir tvo m. sköttum og gjöldum. Handfarangur innifalinn: 67.695 kr.


Kaupmannahöfn með WOW air

Flug fyrir tvo m. sköttum og gjöldum + handfarangursgjald: 67.991 kr.

Upplýsingar um verð á flugi og tengd gjöld eru allar fengnar af vef Air Iceland, Dohop, WOW Air, SAS, Mytrip.com og Norwegian Air, fimmtudaginn 23. mars 2017. Vert er að benda á að verðið getur verið breytilegt frá degi til dags. Hér er miðað við tvo fullorðna einstaklinga sem ferðast einungis með handfarangur og inni í verðinu eru viðeigandi gjöld og skattar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
Neytendur
13.01.2018

New York, Taíland, Spánn eða Balí?

New York, Taíland, Spánn eða Balí?
Neytendur
02.01.2018

Svona muntu standa við nýársheitið um bættan fjárhag á árinu 2018

Svona muntu standa við nýársheitið um bættan fjárhag á árinu 2018
Neytendur
12.12.2017

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“
Neytendur
16.11.2017

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim
Neytendur
12.11.2017
Dauðinn er dýr