fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Neytendur

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Neysluskrímslið bærir á sér, sársvangt og illa fyrir kallað, en skelfur þó af barnslegri eftirvæntingu. Í desember skal stiginn trylltur dans og látið dólgslega. Moll, netbúllur, utanlandsferðir. Einkunnarorð dagsins eru: kaupa, kaupa, kaupa.“

Svona hefjast bakþankar Telmu Tómasson, fréttakonu á Stöð 2, í Fréttablaðinu í dag. Þar vekur Telma Íslendinga til umhugsunar um þá gegndarlausu neysluhyggju sem tröllríður öllu vikurnar fyrir jólin. Í greininni hvetur hún fólk til að huga að þeim sem minna mega sín, þá sem ekki eru jafn heppnir og aðrir.

„Í hvítmálaða, kassalaga einbýlinu í útjaðri höfuðborgar gera hjónin sig klár. Enn er steypulykt í nýbyggðu húsinu sem blandast angan af glæsilegu kremlituðu leðursófasetti á miðju stofugólfi. Börnin þrjú eru komin í útiföt. Blíbb heyrist í fjarstýringu, bíll fer í gang og purrar ánægjulega fyrir utan. Bankareikningur er bólginn af seðlum eða svo segir sagan. Maðurinn blikkar sína konu, allt er eins og það á að vera. Svartur fössari tekinn með trompi, allir aðrir fössarar reyndar líka. Innilega fullnægður af ástaratlotum neyslugyðjunnar lokar hann augunum, dregur andann djúpt.“

„Hugsar þú áður en neysluskrímslið gleypir aurana þína fyrir jólin?“

Telma segir svo frá stöðu mála í hinum heimshlutanum, í ótilgreindu landi fjarri Íslandi og varpar ljósi á stöðu ungrar fátækrar stúlku.

„Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp. Hrollur fer um hana þrátt fyrir hitasvækjuna. Það er eins og hún hafi heyrt nautnalegt andvarp mannsins í kalda landinu. Skrítið, því hún er óralangt í burtu, höf, fjöll og álfur skilja þau að,“ segir Telma sem bætir við að smávaxinn líkaminn sé skítugur, alsettur örum og hárið í óreiðu.

„Hún er þreytt, svo þreytt. Nálægt bugun áræðir hún að líta á verkstjórann grimma, endar dagurinn einhvern tíma? Hann sér til hennar og reiðir til höggs. Áfram rogast sú stutta með þungar byrðar, saumakonur hamast, fataleppar skulu kláraðir fyrir kaupæði á norðurhjara, fóðra þarf jólagrís hinna velmegandi. 152 milljónir barna eru hnepptar í þrælkunarvinnu. Hnátan er ein af þeim,“ segir Telma og bætir við að litla stúlkan sé fimm ára.

Greinina endar Telma svo á þessum orðum:

„Hugsar þú áður en neysluskrímslið gleypir aurana þína fyrir jólin? Við berum ábyrgð. Á svo mörgu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“