fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Neytendur

Þetta er besti jólabjórinn

Einstök Winter Ale í öðru sæti og Fagnaðarerindið frá Bryggjunni í því þriðja

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 11. nóvember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giljagaur frá Brugghúsinu Borg hlaut hæstu meðaleinkunn í árlegri Jólabjórsmökkun DV. Silfurverðlaunin komu í hlut Einstök Winter ale og fast á hæla hans fylgdi sjálft Fagnaðarerindið frá Bryggjunni brugghúsi. Þetta var niðurstaða sérskipaðrar dómnefndar DV en í henni sátu Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og fyrrverandi fjölmiðlakona. Erpur Eyvindarson tónlistarmaður, Gunnar Jónsson (Gussi) leikari, Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS, og Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri hjá Listaháskóla Íslands og kennari í Bjórskólanum.

Það er til marks um gríðarlega grósku í bjórgerðinni hérlendis að alls voru átján tegundir á boðstólum í smökkuninni, allt innlend framleiðsla. Þar sem sala á jólabjór hefst ekki fyrr en 15. nóvember þá sendu framleiðendur prufur til DV og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir liðlegheitin. Þó ber að geta þess að þrjár tegundir til viðbótar, tvær frá Gæðingi brugghúsi og síðan Askasleikir frá Borg, standa bjórunnendum til boða fyrir hátíðarnar. Þessar tegundir voru hins vegar ekki tilbúnar í tæka tíð.

Dómnefndin sinnti störfum sínum af stakri fagmennsku og ástríðu.
Erfitt líf Dómnefndin sinnti störfum sínum af stakri fagmennsku og ástríðu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Smökkunin fór fram í húsnæði Microbar, Vesturgötu 2, sem er eitt af musterum bjórsins í Reykjavík. Fagmennirnir á staðnum aðstoðuðu við framkvæmdina þannig að allt færi eftir kúnstarinnar reglum og er þeim hér með þakkað fyrir sinn þátt. Um blindsmökkun var að ræða og var bjórinn framreiddur í handahófskenndri röð. Allar tegundirnar voru í glerflöskum og var reynt að gæta þess eftir fremsta megni að hitastig veiganna hæfði hverri tegund. Þá fengu nefndarmenn vatn og brauð til þess að reyna að hreinsa bragðlaukana milli sopa. Einnig var boðið upp á veglega fötu til þess að nefndarmenn gætu skyrpt veigunum. Sú fata var ekki mikið notuð.

„Sætan áberandi en ekki of mikil, vinnur gegn beiskjunni. Eftirbragið gott sem og ropinn.“

Dómnefndin fór á kostum og var glatt á hjalla. Allir þátttakendur eru miklir áhugamenn um bjór og inntu starf sitt af hendi af mikilli fagmennsku. Það mátti glögglega sjá að smekkur manna var misjafn og því ljóst að önnur fimm manna nefnd hefði getað komist að allt annarri niðurstöðu. Smökkunin er því fyrst og fremst til gamans gerð. Gjafmildasti dómarinn var samskiptastjórinn Karen Kjartansdóttir sem gaf bjórunum sínum 7,8 í meðaleinkunn. Henni fannst í rauninni íslenska framleiðslan eins og hún leggur sig góð. Svanhildur var á svipuðum slóðum og Karen en Erpur og Ólöf Hugrún voru talsvert harðari. Grimmasti dómarinn var hins vegar leikarinn og hið annálaða góðmenni Gunnar Jónsson, Gussi, sem gaf sínum bjórum að meðaltali 6,1 í meðaleinkunn. Sumir bjórarnir féllu honum ekki í geð.

Veigarnar voru grandskoðaðar með tilliti til lyktar, útlits og bragðs.
Einbeiting Veigarnar voru grandskoðaðar með tilliti til lyktar, útlits og bragðs.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þegar smökkuninni var lokið var dómurunum umbunað og fengu þeir að taka með sér tvo bjóra hver og var gert að velja þá blindandi. Niðurstaðan varð sú að allir kusu eina flösku af sigurvegaranum Giljagaur og sem flösku tvö valdi Gussi Fagnaðarerindið frá Bryggjunni, Erpur Frelsarann frá Steðja og Svanhildur Einstök Winter ale, Ólöf Hugrún valdi vetrarölið sömuleiðis en Karen ákvað að kynna sér Fagnaðarerindið eins og Gussi.

Sigurvegarar fyrri ára

Jólasmökkun DV hefur verið haldin árlega frá árinu 2009, ef undan er skilið árið 2015. Fyrir jólin 2014 þá bar Jóla gull sigur úr býtum en sá bjór átti erfitt uppdráttar í ár og lenti í 13–15. sæti.

2014: Jóla gull

2013: Gæðingur

2012: Steðji

2011: Tuborg Julebryg og Einstök

2010: Viking Jóla Bock

2009: Tuborg Julebryg

Framleiðandi: BorgTegund: Barley WineÁfengismagn: 10%Karen (9): „Dásamlegur hátíðarbragur yfir þessum. Svona ekta sem maður vill fá á föstudegi í skammdeginu.“Erpur (7,5): „Sætan áberandi en ekki of mikil, vinnur gegn beiskjunni. Eftirbragið gott sem og ropinn.“Ólöf Hugrún (9): „Humlar og hamingja! Smá koníakseftirbragð.“Svanhildur (9): „Sætur og góður. Fljótandi eftirréttur. Þetta er eins og desertvín.“Gussi (7): „Sætur og góður. Upplifi samt engin jól.“
1. sæti Giljagaur – 8,3 í meðaleinkunn Framleiðandi: BorgTegund: Barley WineÁfengismagn: 10%Karen (9): „Dásamlegur hátíðarbragur yfir þessum. Svona ekta sem maður vill fá á föstudegi í skammdeginu.“Erpur (7,5): „Sætan áberandi en ekki of mikil, vinnur gegn beiskjunni. Eftirbragið gott sem og ropinn.“Ólöf Hugrún (9): „Humlar og hamingja! Smá koníakseftirbragð.“Svanhildur (9): „Sætur og góður. Fljótandi eftirréttur. Þetta er eins og desertvín.“Gussi (7): „Sætur og góður. Upplifi samt engin jól.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: Einstök ölgerð/VífilfellTegund: Winter aleÁfengismagn: 8%Karen (9): „Það er ekki verið að spara neitt hér. Þessi púllar allt.“Ólöf Hugrún (8): „Sítrus í nefi, skemmtilegt kryddbragð. Myndi smellpassa með sósunni sem mamma gerir með kalkúninum.“Svanhildur (8): „Jólafrí í glasi. Bragðið rífur vel í munninn. Ef þetta væri tónlistarmaður þá væri þetta Keli í Agent Fresco.“Erpur (7,5): „Spennandi, hátíðlegur, fjölbreyttur, ungur og hress.“Gussi (7,5): „Rauð jól, mistilteinn.“
2. sæti: Einstök Winter ale – 8 í meðaleinkunn Framleiðandi: Einstök ölgerð/VífilfellTegund: Winter aleÁfengismagn: 8%Karen (9): „Það er ekki verið að spara neitt hér. Þessi púllar allt.“Ólöf Hugrún (8): „Sítrus í nefi, skemmtilegt kryddbragð. Myndi smellpassa með sósunni sem mamma gerir með kalkúninum.“Svanhildur (8): „Jólafrí í glasi. Bragðið rífur vel í munninn. Ef þetta væri tónlistarmaður þá væri þetta Keli í Agent Fresco.“Erpur (7,5): „Spennandi, hátíðlegur, fjölbreyttur, ungur og hress.“Gussi (7,5): „Rauð jól, mistilteinn.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: Bryggjan BrugghúsTegund: Belgískur DubbelÁfengismagn: 6,5%Erpur (7,5): „Gosaður! Líklega sterkur en það finnst ekki.“Gussi (8,5): „Þorláksmessa! Nú mega jólin fara að koma.“Svanhildur (8): „Mjúkur og fínn. Kitlar tunguna svolítið. Jólalegur þó að hann sé ekki mjög sætur.“Karen (8,5): „Þegar búið er að pakka öllum gjöfunum og koma krökkunum í háttinn þá er þetta bjórinn sem maður fær sér í rólegheitunum.“Ólöf Hugrún (7): „Skýjaður, síðustu pakkarnir, pínu reykur.“
3. sæti: Fagnaðarerindið – 7,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Bryggjan BrugghúsTegund: Belgískur DubbelÁfengismagn: 6,5%Erpur (7,5): „Gosaður! Líklega sterkur en það finnst ekki.“Gussi (8,5): „Þorláksmessa! Nú mega jólin fara að koma.“Svanhildur (8): „Mjúkur og fínn. Kitlar tunguna svolítið. Jólalegur þó að hann sé ekki mjög sætur.“Karen (8,5): „Þegar búið er að pakka öllum gjöfunum og koma krökkunum í háttinn þá er þetta bjórinn sem maður fær sér í rólegheitunum.“Ólöf Hugrún (7): „Skýjaður, síðustu pakkarnir, pínu reykur.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: ÖlgerðinTegund: Þýskur dunkel/Egils MaltÁfengismagn: 5,6%Ólöf Hugrún (7): „Pura, reykt kjöt. Grundigt gamaldags. Hangilæri beint úr reykofninum.“Karen (8,5): Kjöt, íslenskir jólasveinar og allt að gerast. Lítill góður, stór væri of mikið.“Erpur(7): „Massa hangilæri, skemmtilegur!“Gussi(8): „Bjúgnakrækir – reykur.“Svanhildur (8): „Upplifun að smakka en ég myndi ekki þamba.“
4. sæti: Egils Malt jólabjór – 7,7 í meðaleinkunn Framleiðandi: ÖlgerðinTegund: Þýskur dunkel/Egils MaltÁfengismagn: 5,6%Ólöf Hugrún (7): „Pura, reykt kjöt. Grundigt gamaldags. Hangilæri beint úr reykofninum.“Karen (8,5): Kjöt, íslenskir jólasveinar og allt að gerast. Lítill góður, stór væri of mikið.“Erpur(7): „Massa hangilæri, skemmtilegur!“Gussi(8): „Bjúgnakrækir – reykur.“Svanhildur (8): „Upplifun að smakka en ég myndi ekki þamba.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

FramleiðandI: ÖlvisholtTegund: LagerÁfengismagn: 5%Gussi (7): „Lyftir jólaandanum, eftirbeiskja.“Svanhildur (7): „Eplailmur. Konfektbjór. Mikið bragð.“ Ólöf Hugrún (8): „Góð, maltkennd lykt, eftirbragð sem endist.“Karen (8): „Þykkt og fallegt myrkur. Lykt, áferð og litur fágaður.“ Erpur (7): „Sæt lykt, ávextir og malt.“
5. sæti: Heims um bjór frá Ölvisholti – 7,6 í meðaleinkunn FramleiðandI: ÖlvisholtTegund: LagerÁfengismagn: 5%Gussi (7): „Lyftir jólaandanum, eftirbeiskja.“Svanhildur (7): „Eplailmur. Konfektbjór. Mikið bragð.“ Ólöf Hugrún (8): „Góð, maltkennd lykt, eftirbragð sem endist.“Karen (8): „Þykkt og fallegt myrkur. Lykt, áferð og litur fágaður.“ Erpur (7): „Sæt lykt, ávextir og malt.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: ÖlgerðinTegund: Lager í VínarstílÁfengismagn: 5,4%Ólöf Hugrún: (8) „Kandís. Fallegur á litinn.“Svanhildur (8): „Mikil jól! Þessi myndi alveg þola appelsínið. Maltbragðið að mínum smekk.“Gussi (4): „Lakkrís, vantar meiri fyllingu.“Karen (8,5): „Sætur og fallegur á litinn. Gaman að bjóða upp á þennan í góðra vina hópi. Ekta jól!“Erpur (8): „Jól og nýár, hæfilega bragðmikill. Maltaður og gott jafnvægi.“
6. sæti: Tuborg Julebryg – 7,3 í meðaleinkunn Framleiðandi: ÖlgerðinTegund: Lager í VínarstílÁfengismagn: 5,4%Ólöf Hugrún: (8) „Kandís. Fallegur á litinn.“Svanhildur (8): „Mikil jól! Þessi myndi alveg þola appelsínið. Maltbragðið að mínum smekk.“Gussi (4): „Lakkrís, vantar meiri fyllingu.“Karen (8,5): „Sætur og fallegur á litinn. Gaman að bjóða upp á þennan í góðra vina hópi. Ekta jól!“Erpur (8): „Jól og nýár, hæfilega bragðmikill. Maltaður og gott jafnvægi.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: Kaldi, ÁrskógsströndTegund: Súkkulaði PorterÁfengismagn: 6%Svanhildur (7): „Er ekki mikið fyrir bjór í bitrari kantinum. Finnst vanta hangikjöt með þessum.“Gussi (7): „Sveskja/rúsína, lítill í sér.“Erpur (6): „Spennandi lykt, ekkert spes en ekki vondur.“Karen (8). „Notalegur. Mikil jól, daðrar við beiskju.“Ólöf Hugrún (7,5): „Maltaður, jafnvel smá súkkulaði.“
7. sæti: Súkkulaði Jóla Kaldi – 7,1 í meðaleinkunn Framleiðandi: Kaldi, ÁrskógsströndTegund: Súkkulaði PorterÁfengismagn: 6%Svanhildur (7): „Er ekki mikið fyrir bjór í bitrari kantinum. Finnst vanta hangikjöt með þessum.“Gussi (7): „Sveskja/rúsína, lítill í sér.“Erpur (6): „Spennandi lykt, ekkert spes en ekki vondur.“Karen (8). „Notalegur. Mikil jól, daðrar við beiskju.“Ólöf Hugrún (7,5): „Maltaður, jafnvel smá súkkulaði.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: SteðjiTegund:  LagerÁfengismagn: 5,0%Svanhildur (7): „Lyktin er eins og úr lyftingasal – ekki jólalegt – en mjög fínn bjór.Ólöf Hugrún (7,5): „Kattahlandslykt, sorrí, en bragðið er býsna gott. Eftirbragðið leikur við laukana.“Gussi (7): „Milli jóla og nýárs í ræktinni.“Erpur (7): „Vantar sætu, malt, dökkt, tyggjó.“Karen (6,5): „Ágætur.“
8. sæti: Frelsarinn – 7 í meðaleinkunn Framleiðandi: SteðjiTegund: LagerÁfengismagn: 5,0%Svanhildur (7): „Lyktin er eins og úr lyftingasal – ekki jólalegt – en mjög fínn bjór.Ólöf Hugrún (7,5): „Kattahlandslykt, sorrí, en bragðið er býsna gott. Eftirbragðið leikur við laukana.“Gussi (7): „Milli jóla og nýárs í ræktinni.“Erpur (7): „Vantar sætu, malt, dökkt, tyggjó.“Karen (6,5): „Ágætur.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: ÖlvisholtTegund: Barley WineÁfengismagn: 10%Ólöf Hugrún (5): „Grösugur, stálmi.“Svanhildur (8): „Skemmtileg áferð. Spennandi bjór. Mór – nær ekki alveg taðreyktu. Heilsársbjór.“Gussi (6): „Sítrus – kitlandi.“Karen (8,5): „Fínn í pottinn undir stjörnubjörtum himni. Sérstakt, einkennandi bragð sem minnir á reyk og tað.“Erpur(7): Þessi er mjög spennandi en ég gæti ekki margar kippur, að minnsta kosti ekki fyrir hádegi. Spes, hint af taðreykingu.
9–10. sæti: 24 frá Ölvisholti – 6,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: ÖlvisholtTegund: Barley WineÁfengismagn: 10%Ólöf Hugrún (5): „Grösugur, stálmi.“Svanhildur (8): „Skemmtileg áferð. Spennandi bjór. Mór – nær ekki alveg taðreyktu. Heilsársbjór.“Gussi (6): „Sítrus – kitlandi.“Karen (8,5): „Fínn í pottinn undir stjörnubjörtum himni. Sérstakt, einkennandi bragð sem minnir á reyk og tað.“Erpur(7): Þessi er mjög spennandi en ég gæti ekki margar kippur, að minnsta kosti ekki fyrir hádegi. Spes, hint af taðreykingu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: Kaldi, ÁrskógsströndTegund: LagerÁfengismagn: 5%Karen (8,5): „Góður, þessi hentar alltaf vel.“Svanhildur (8): „Veit ekki af hverju hann minnir mig á sólbað. Kannski ekki það jólalegasta en þetta er samt fínn jólabjór. Mjúkur, bæði að áferð og bragði.“Erpur (5,5): „Rosalega beisik, léttur, smá beiskja.“Gussi (5,5): „Fyrsti í aðventu, byrja að hita upp.“Ólöf Hugrún (7): „Perubrjóstsykur, lakkrís.“
9–10.sæti: Jóla Kaldi – 6,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Kaldi, ÁrskógsströndTegund: LagerÁfengismagn: 5%Karen (8,5): „Góður, þessi hentar alltaf vel.“Svanhildur (8): „Veit ekki af hverju hann minnir mig á sólbað. Kannski ekki það jólalegasta en þetta er samt fínn jólabjór. Mjúkur, bæði að áferð og bragði.“Erpur (5,5): „Rosalega beisik, léttur, smá beiskja.“Gussi (5,5): „Fyrsti í aðventu, byrja að hita upp.“Ólöf Hugrún (7): „Perubrjóstsykur, lakkrís.“
Framleiðandi: Einstök ölgerð / VífilfellTegund: DoppelbockÁfengisprósenta: 6,7%Gussi (6,5): „Jólin eru búin.“Erpur (6): „Beiskjan of mikil, vantar sætu.“Svanhildur (6,5): „Frekar beisik bitur bjór.“Karen (8,5): „Stuð, jól og beiskja.“Ólöf Hugrún (6,5): „Bruninn sykur, leitar upp í nef.“
11. sæti: Einstök Doppelbock – 6,8 í meðaleinkunn Framleiðandi: Einstök ölgerð / VífilfellTegund: DoppelbockÁfengisprósenta: 6,7%Gussi (6,5): „Jólin eru búin.“Erpur (6): „Beiskjan of mikil, vantar sætu.“Svanhildur (6,5): „Frekar beisik bitur bjór.“Karen (8,5): „Stuð, jól og beiskja.“Ólöf Hugrún (6,5): „Bruninn sykur, leitar upp í nef.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: ÖlgerðinTegund:  DoppelbockÁfengismagn: 7,5%Erpur(6): „Beiskjan er of mikil, sæta of lítil.“Gussi (6,5): „Ding Ding – Vantar upplyftingu.“Svanhildur (6,5): „Grunnurinn er ágætur en eitthvað vantar. Ef þetta væri sósa þá myndi ég bæta við kjötkrafti.“Ólöf Hugrún (7): „Góður, ljúfur, smá kanill eftir á.“Karen (7,5): „Dökkur litur og gott eftirbragð.“
12. sæti: Boli Doppelbock – 6,7 í meðaleinkunn Framleiðandi: ÖlgerðinTegund: DoppelbockÁfengismagn: 7,5%Erpur(6): „Beiskjan er of mikil, sæta of lítil.“Gussi (6,5): „Ding Ding – Vantar upplyftingu.“Svanhildur (6,5): „Grunnurinn er ágætur en eitthvað vantar. Ef þetta væri sósa þá myndi ég bæta við kjötkrafti.“Ólöf Hugrún (7): „Góður, ljúfur, smá kanill eftir á.“Karen (7,5): „Dökkur litur og gott eftirbragð.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: SteðjiÁfengisprósenta: 6,0%Tegund: PorterSvanhildur (8): „Góður ilmur, fallegur litur. Mikið eftirbragð með smá brenndum keim. Hrikalega skemmtilegur.“Karen (7,5): „Myrkur og lakkrís“Erpur (7) „Maltaður, lakkrís eða anís.“Gussi (7): „KKK Kerfill - Kandís, karamella og Grýla.“Ólöf Hugrún (3): „Sveitin. Hlýtur að vera taðreykt, ekki hrifin.“
13–15.sæti: Almáttugur – 6,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: SteðjiÁfengisprósenta: 6,0%Tegund: PorterSvanhildur (8): „Góður ilmur, fallegur litur. Mikið eftirbragð með smá brenndum keim. Hrikalega skemmtilegur.“Karen (7,5): „Myrkur og lakkrís“Erpur (7) „Maltaður, lakkrís eða anís.“Gussi (7): „KKK Kerfill – Kandís, karamella og Grýla.“Ólöf Hugrún (3): „Sveitin. Hlýtur að vera taðreykt, ekki hrifin.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: VífilfellTegund: LagerÁfengismagn: 5,4%Karen (7,5): „Hægt að drekka nokkra svona óvart. Léttur og ljúfur en lítil jól.“Erpur (6,5): „Lakkrís. Þessi er meðal.“Gussi: (5): „Meðaljóla – keimur af apóteki.“Svanhildur (6,5): „Léttur, fínn hversdagsbjór.“Ólöf Hugrún (6): „Þykkur lakkrís til að byrja með.“
9–10.sæti: Thule Jólabjór – 6,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: VífilfellTegund: LagerÁfengismagn: 5,4%Karen (7,5): „Hægt að drekka nokkra svona óvart. Léttur og ljúfur en lítil jól.“Erpur (6,5): „Lakkrís. Þessi er meðal.“Gussi: (5): „Meðaljóla – keimur af apóteki.“Svanhildur (6,5): „Léttur, fínn hversdagsbjór.“Ólöf Hugrún (6): „Þykkur lakkrís til að byrja með.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: ÖlgerðinTegund: LagerÁfengismagn: 5,4%Ólöf Hugrún (7,5): „Sennilega prýðilegur með laufabrauði.“Karen (6,5): „Ávöxtur, þetta er partíbjór!“Svanhildur (6,5): „Þessi segir mikil jól við mig. Smá bitur.“Erpur (7): „Fruity, Ávaxtakarfan, Jónsi.“Gussi (5) „Ávextir. Eftirbeiskja en engin jól.“
13–15. sæti: Jólagull – 6,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: ÖlgerðinTegund: LagerÁfengismagn: 5,4%Ólöf Hugrún (7,5): „Sennilega prýðilegur með laufabrauði.“Karen (6,5): „Ávöxtur, þetta er partíbjór!“Svanhildur (6,5): „Þessi segir mikil jól við mig. Smá bitur.“Erpur (7): „Fruity, Ávaxtakarfan, Jónsi.“Gussi (5) „Ávextir. Eftirbeiskja en engin jól.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: VífilfellTegund: BockÁfengisprósenta: 6,2%Erpur (5): „Væri gott með smá sætu, engin kraftaverk.“Ólöf Hugrún (7): „Royal karamellubúðingur, sem þarf ekki að vera slæmt.“Svanhildur (7): „Þennan þarf að drekka milli jóla og nýárs, þegar maður er orðinn leiður á stælum.“Gussi (5): „Karamella eða kandís jafnvel.“Karen (7,5): „Sérstakur,kryddaður en ljúfur með gott eftirbragð.“
16. sæti: Víking Yulebock – 6,3 í meðaleinkunn Framleiðandi: VífilfellTegund: BockÁfengisprósenta: 6,2%Erpur (5): „Væri gott með smá sætu, engin kraftaverk.“Ólöf Hugrún (7): „Royal karamellubúðingur, sem þarf ekki að vera slæmt.“Svanhildur (7): „Þennan þarf að drekka milli jóla og nýárs, þegar maður er orðinn leiður á stælum.“Gussi (5): „Karamella eða kandís jafnvel.“Karen (7,5): „Sérstakur,kryddaður en ljúfur með gott eftirbragð.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: Segull 67, SiglufirðiTegund: LagerÁfengisprósenta: 5,4%Gussi (3): „Reykjarbragð, frekar flatur.“Svanhildur (7,5): „Er mjög slæmt að segja að þessi bjór minni mig á bernskujól? Minnir mig á hvítöl, bara aðeins minna sætur.“Karen (7): „Vantar einhvern sjarma en verður fínn með steik og borgara.“Erpur (6): „Léttur og vatnskenndur, minnir örlítið á jólaöl.“Ólöf Hugrún (6): „Karamellu og lakkríslykt, meiri lykt en bragð.“
17. sæti: Segull 67 Jólabjór – 5,9 í meðaleinkunn Framleiðandi: Segull 67, SiglufirðiTegund: LagerÁfengisprósenta: 5,4%Gussi (3): „Reykjarbragð, frekar flatur.“Svanhildur (7,5): „Er mjög slæmt að segja að þessi bjór minni mig á bernskujól? Minnir mig á hvítöl, bara aðeins minna sætur.“Karen (7): „Vantar einhvern sjarma en verður fínn með steik og borgara.“Erpur (6): „Léttur og vatnskenndur, minnir örlítið á jólaöl.“Ólöf Hugrún (6): „Karamellu og lakkríslykt, meiri lykt en bragð.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Framleiðandi: VíkingTegund: LagerÁfengismagn: 5%Gussi(4): „Blautur sokkur. Mellow humall, engin jól.“Svanhildur (6,5): „Þetta er bara svona bjór. Fínn á Kaffi Vest í miðri viku.“Erpur (6): „Þessi er eitthvað týpískur.“Ólöf (5): „Ekki krefjandi, vantar aðeins meiri karakter.“Karen (6): „Sviplítill. Fínn bjór en ekki meira um það að segja.“
18. sæti: Víking jólabjór – 5,5 í meðaleinkunn Framleiðandi: VíkingTegund: LagerÁfengismagn: 5%Gussi(4): „Blautur sokkur. Mellow humall, engin jól.“Svanhildur (6,5): „Þetta er bara svona bjór. Fínn á Kaffi Vest í miðri viku.“Erpur (6): „Þessi er eitthvað týpískur.“Ólöf (5): „Ekki krefjandi, vantar aðeins meiri karakter.“Karen (6): „Sviplítill. Fínn bjór en ekki meira um það að segja.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Neytendur
24.07.2020

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn