fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Neytendur

Lítið breyst í mjólkurkælinum

Baráttan verður alltaf hörð, segir Arna – Lífrænar vörur njóta vinsælda – Fólk sniðgengur MS í kjölfar dóms

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. júlí 2016 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hinum dæmigerða mjólkurkæli hafa ekki orðið miklar sviptingar frá upphlaupinu sem varð haustið 2014, þegar Samkeppniseftirlitið lagði 370 milljóna króna sekt á MS fyrir brot á samkeppnislögum. Staðan á markaði er enn þannig að vörur frá MS og tengdum félögum eru yfirgnæfandi í mjólkurkælinum. Samkeppnisaðilarnir virðast þó hafa heldur meira pláss, ef eitthvað er, sem bendir til aukins vöruframboðs af þeirra hálfu. Vert er að hafa í huga að sektin árið 2014 var felld niður og endurgreidd með vöxtum.

DV birti efri myndina í október árið 2014 til að sýna fram á sterka stöðu MS á markaði. Eins og sjá má voru þar lítil svæði fyrir vörur frá öðrum framleiðendum. Þegar mynd af sama mjólkurkæli er skoðuð í dag má sjá svolitlar breytingar. Í þessum tiltekna kæli, sem er í Krónunni á Granda, sem DV fékk góðfúslegt leyfi til að mynda, hefur sojavörum verið komið fyrir lengst til vinstri en kælirinn endurspeglar annars ágætlega það vöruframboð sem er í boði.

Fá mikinn velvilja

„Stórmarkaðir og verslanir almennt sýna okkar framleiðslu mikinn velvilja og það er ekkert út á það að setja, það var líka fyrir og hefur alltaf verið. Við fáum ekki síður minna pláss en áður, salan hefur aukist jafnt og þétt og við erum bara sáttir. Við erum svolítið öðruvísi en aðrir framleiðendur en við framleiðum eingöngu lífrænt og sú framleiðsla nýtur meiri skilnings og jákvæðni en áður,“ sagði Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú ehf. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum en það var stofnað í júlí 2002.

Helgi Rafn segir ekkert standa í vegi fyrir því að vörur fyrirtækisins fái ekki rými í verslununum. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum.“

Umræðan vakti athygli á okkar vörum

„Þegar umræðan stóð sem hæst á sínum tíma um þessi mál gerði hún ekkert annað en að vekja athygli á okkur vörum. Við stöndum frammi fyrir því að geta ekki tvöfaldað framleiðslu okkar en það eru bara tvö fyrirtæki sem framleiða lífræna mjólk. Það er gott framboð á lífrænni mjólk engu að síður. Það gengur bara vel hjá okkur og við erum bjartsýnir á framhaldið,“ segir Helgi Rafn.

Baráttan verður alltaf hörð

„Það er mikið að gera í framleiðslunni svo það er ekki ástæða til annars en að horfa björtum augum fram á veginn. Auðvitað er alltaf barningur að fá pláss í hillum verslana og mikil ásókn að komast að með vörurnar í kælinum. Við erum að fá aukið pláss sem við erum mjög ánægðir með,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík.

Eins og sést á neðri myndinni er frekar lítið til af Örnu-vörum í kælinum, en hann segir það vera vegna aukinnar eftirspurnar undanfarið.

Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu á hágæða laktósafríum mjólkurafurðum fyrir einstaklinga sem finna fyrir óþægindum við neyslu á venjulegum mjólkurafurðum. Einnig fyrir þá sem kjósa mataræði án laktósa en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að fjölga vöruflokkum til muna.

Hálfdán segir að óhætt sé að segja að ástandið í þessum málum sé mun betra en áður. Fyrirtækið hans sé að framleiða meira og fyrir vikið fái þeir meira pláss í verslunum.

„Við höfum verið að fjölga vöruflokkunum og eigum greiðan aðgang með vörur okkar til verslana almennt séð. Verslunarmenn hafa tekið framleiðslu okkar opnum örmum sem við fögnum að sjálfsögu. Það sjá allir að framleiðsla MS er svolítið meira áberandi í kælinum en annarra. Þetta verður alltaf hörð barátta en umræðan um þessi mál undanfarið hefur bara haft jákvæð áhrif fyrir markaðinn og við höfum vart undan í framleiðslunni. Almenningur lætur í sér heyra þegar hlutirnir eru ekki í lagi og viðbrögð MS við dómnum á dögunum voru ekki alveg rétt. Það hefur fokið í fólk og það lætur óánægju sína í ljós með því að hætta að kaupa vöruna. Þá er hægt að halla sér að öðrum sem almenningur getur treyst,“ segir Hálfdán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“