fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Neytendur

IKEA innkallar öryggishlið: Dæmi um að börn hafi dottið niður stiga

IKEA hvetur viðskiptavini til að koma með PATRULL öryggishlið í verslunina og fá endurgreitt

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. júní 2016 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IKEA hafa borist tilkynningar um hlið sem opnuðust við álag þannig að börn hafi dottið niður stiga og hlotið væg meiðsl. Ekki hafa borist tilkynningar hér á landi. Rannsókn þriðja aðila leiddi í ljós að búnaðurinn sem á að læsa hliðinu sé ekki nógu áreiðanlegur, þrátt fyrir að uppfylla tilheyrandi staðla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA sem hvetur viðskiptavini til að koma með PATRULL öryggishlið í verslunina og fá endurgreitt.

„Við gerum engar undantekningar þegar öryggi barna er annars vegar. Við viljum bjóða upp á vörur sem eru öruggar og heilsusamlegar fyrir mikilvægasta fólkið. Ef við höfum minnsta grun um að öryggi sé ábótavant í vörunum okkar, bregðumst við við því. Við getum ekki sætt okkur við að leikur barna feli í sér mögulega hættu og því innköllum við öll PATRULL öryggishlið,“ segir Maria Thörn, viðskiptastjóri í Barna IKEA, í tilkynningunni.

Þrátt fyrir að hliðin uppfylli stranga öryggisstaðla, gefur IKEA engan afslátt hvað öryggi barna varðar og hvetur alla viðskiptavini sem eiga PATRULL öryggishlið til að koma með það í verslunina og fá endurgreitt, að því er segir í tilkynningunni.

PATRULL öryggishlið, PATRULL KLÄMMA og PATRULL FAST hafa verið seld á öllum markaðssvæðum IKEA. Ekki þarf að sýna greiðslukvittun til að fá endurgreitt. Nánari upplýsingar má finna á www.IKEA.is og í þjónustuveri IKEA í síma 520 2500.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Neytendur
24.07.2020

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn